Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2022 21:00 Villi, eins og hann er alltaf kallaður, sýndi hetjulega frammistöðu í gær. egill/arnar/vísir Fótbrotinn fastagestur á Benzanum, sem er bar við Grensásveg, sýndi hetjulega frammistöðu í gær þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega úr vagninum. Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“ Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Eldurinn kviknaði í sætum aftarlega í strætisvagni á Grensásvegi síðdegis í gær og grunar lögreglu að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar lögregla kom á vettvang hafði niðurlögum eldsins verið ráðið, en það var fastagesti á barnum Benzanum að þakka sem bjargaði málunum. „Ég er bara viðskiptavinur á Benzinn café, frægasta bar á Íslandi og er að labba út með bjórinn í hendinni og sé þá strætisvagn sem stendur fyrir utan og reyk út um öllum hurðum,“ sagði Vilhjálmur Sigurðsson. Óttaðist að börn væru í vagninum Vegfarendur hafi verið í mikilli geðshræringu. Villi, eins og hann er alltaf kallaður, óttaðist að farþegar og sér í lagi börn væru í vagninum og ákvað að spretta af stað. „Þannig að ég tek „rönnið“ [hleyp]. Að vísu er ég fótbrotinn. Aldrei séð fótbrotinn mann hlaupa svona hratt, nema Forrest Gump þegar hann braut á sér spelkurnar.“ „Slökkvitæki núna!“ Hann rauk inn á veitingastaðinn BK kjúkling í leit að slökkvitæki og öskraði: „Slökkvitæki núna! Svo hljóp ég inn um miðhurðina í vagninum en sá ekkert fyrir svörtum reyk. Ég öskraði: Er einhver hreyfing hérna inni! En sá í gegnum rúðurnar að þar virtist enginn fullorðinn vera. Svo fór ég út um miðhurðina og inn um afturhurðina og þar var einn kunningi minn, maður sem ég tek - eða að vísu lagði ég þá dósina frá mér. Tek hann bara og út úr vagninum aftasta, þar sem aðal reykurinn var.“ Að því búnu óð hann inn í strætisvagninn með slökkvitækið. „Og ég veð inn með tækið en þá kemur hvellur og þá sprakk slangan á tækinu. Þá var þetta eldgamalt slökkvitæki, þetta var eins og skotið hefði verið úr byssu. Ég hef náttúrulega ekki unnið í slökkviliðinu ennþá en ég er vanur Winchester-243 og svona, þannig ég þekki þetta. Svo prufaði ég aftur og þá lak slangan bara aðeins og draslið fór að virka.“ Hann segir að allt hafi þetta gerst á undir þremur mínútum. „Svo þurfti ég að fara að veita fólki áfallahjálp. Þarna var kona sem hafði verið í vagninum sem var í sjokki. Hún var í þykkri lopapeysu og var sveitt í gegn.“ Áfallið kom klukkutíma síðar Sjálfur fékk Villi hálfgert sjokk um klukkutíma eftir atvikið. Hann segir rosalegan reyk hafa verið í vagninum, mildi að ekki fór verr og segir að atvikið hafi verið eins og atriði úr bíómynd. „Ég er náttúrulega nýbúin að horfa á Denzel Washington í Equalizer og allskonar og þetta var „act“ sem var í raun ekki til sem ég gerði. Takk fyrir það.“
Strætó Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira