Demókratar halda meirihluta í öldungadeildinni Bjarki Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2022 07:40 Joe Biden Bandaríkjaforseti var afar kátur þegar blaðamenn ræddu við hann í morgun. AP/Alex Brandon Demókratar hafa tryggt sér fimmtíu sæti í öldungadeild bandaríska þingsins. Flokkurinn vann afar nauman og mikilvægan sigur í Nevada-ríki í nótt. Hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni og því þarf 51 þingmann til að tryggja sér meirihluta. Aftur á móti er varaforseti landsins ávallt með oddaatkvæði ef til þess kemur að jafnt er í kosningum á þinginu. Varaforseti þessa stundina er Kamala Harris og er Demókrati. Því þarf flokkurinn einungis fimmtíu þingmenn. Aðfaranótt laugardags tryggðu Demókratar sér sigur í Arisóna en enn átti eftir að klára talningu í Nevada og Georgíu. Í nótt greindu síðan helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna frá því að Demókratar væru búnir að tryggja sér sigur í Nevada. Catherine Cortez Masto, frambjóðandi Demókrata, er með 48,8 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana, er með 48,1 prósent atkvæða og er ekki talinn geta náð Masto. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er mjög ánægður. Ég held að niðurstöðurnar séu endurspeglun á gæðum frambjóðenda okkar,“ hefur fréttastofa CNN eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann er staddur í Kambódíu þessa stundina þar sem hann er gestur á ráðstefnu. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni og því þarf 51 þingmann til að tryggja sér meirihluta. Aftur á móti er varaforseti landsins ávallt með oddaatkvæði ef til þess kemur að jafnt er í kosningum á þinginu. Varaforseti þessa stundina er Kamala Harris og er Demókrati. Því þarf flokkurinn einungis fimmtíu þingmenn. Aðfaranótt laugardags tryggðu Demókratar sér sigur í Arisóna en enn átti eftir að klára talningu í Nevada og Georgíu. Í nótt greindu síðan helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna frá því að Demókratar væru búnir að tryggja sér sigur í Nevada. Catherine Cortez Masto, frambjóðandi Demókrata, er með 48,8 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana, er með 48,1 prósent atkvæða og er ekki talinn geta náð Masto. „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er mjög ánægður. Ég held að niðurstöðurnar séu endurspeglun á gæðum frambjóðenda okkar,“ hefur fréttastofa CNN eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hann er staddur í Kambódíu þessa stundina þar sem hann er gestur á ráðstefnu. Sjá einnig: Þrjú ríki munu ráða úrslitum
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44 Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. 9. nóvember 2022 22:44
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11