Dansað og tjúttað hjá „Komið og dansið“ í hverri viku í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 21:06 Dansað er öll fimmtudagskvöld hjá „Komið og dansið“ þar sem öllum er velkomið að mæta og vera með. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur fólks kemur saman á hverri viku og dansar saman í Álfabakkanum í Reykjavík hjá „Komið og dansið“. Karlarnir dansa oft við þrjár til fjórar konur í einu. Þá hefur saman konan stjórnað danstónlistinni á staðnum í 23 ár. Það er fátt skemmtilegra en að skella sér á dansgólfið og dansa með skemmtilegum hópi fólks. Það þekkir fólkið hjá „komið og dansið“ en nú var samtökin að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði við Álfabakka 12 í Reykjavík þar sem er stórt dansgólf og því er nóg pláss fyrir alla á dansgólfinu. Gunnar Þorláksson stofnað „Komið og dansið“ í nóvember 1991 eftir fyrirmynd „Komið og dansið“ í Noregi. „Og þar fengum við námskeiðin og músíkina, sem við vorum með fyrstu árin. Þetta er allt glæsilegt fólk í dansi, það hefur gengið í gegnum námskeiðin hjá okkur,“ segir Gunnar. Gunnar segir að allir geti dansað, ekki síður karlar en konur. Það komi þó oft fyrir að karlarnir segist vera svo slæmir í hjánum að þeir geti ekki dansað en Gunnar er með ráð við því. Karlinn stendur bara kyrr á meðan konan snýst í kringum hann, þetta sé ekki flóknara. Gunnar Þorláksson, stofnandi “Komið og dansið”, sem er hæstánægður með hvað starfið gengur vel og hvað nýja aðstaðan í Álfabakka 12 er glæsileg í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við dansinn? „Hreyfingin og að hitta skemmtilegt fólk og vera með skemmtilegu fólki. Við erum alin upp í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Páll Sigurðsson, dansari. Og konan hans, Sigrún Bjarnadóttir tekur undir. Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt og frábært enda dansa ég við flottasta og skemmtilegasta karlinn“, segir hún og skellihlær. Páll og Sigrún, sem mæta alltaf og dansa saman á fimmtudagskvöldum hjá "Komið og dansið". Sérstakur dans- eða diskóstjóri hefur stjórnað tónlistinni í 23 ár hjá „Komið og dansið“. „Það er alltaf fjör hér, það elska allir að koma hingað og dansa. Við spilum allt, við spilum gömlu dansana, við spilum Swing, línudans og allt, það er bara blönduð tónlist allt kvöldið“, segir Svanhildur Magnúsdóttir, stjórnandi tónlistarinnar. Svanhildur Magnúsdóttir dans- og diskóstjóri til 23 ára hjá “Komið og dansið”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Komið og dansið Reykjavík Dans Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Það er fátt skemmtilegra en að skella sér á dansgólfið og dansa með skemmtilegum hópi fólks. Það þekkir fólkið hjá „komið og dansið“ en nú var samtökin að flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði við Álfabakka 12 í Reykjavík þar sem er stórt dansgólf og því er nóg pláss fyrir alla á dansgólfinu. Gunnar Þorláksson stofnað „Komið og dansið“ í nóvember 1991 eftir fyrirmynd „Komið og dansið“ í Noregi. „Og þar fengum við námskeiðin og músíkina, sem við vorum með fyrstu árin. Þetta er allt glæsilegt fólk í dansi, það hefur gengið í gegnum námskeiðin hjá okkur,“ segir Gunnar. Gunnar segir að allir geti dansað, ekki síður karlar en konur. Það komi þó oft fyrir að karlarnir segist vera svo slæmir í hjánum að þeir geti ekki dansað en Gunnar er með ráð við því. Karlinn stendur bara kyrr á meðan konan snýst í kringum hann, þetta sé ekki flóknara. Gunnar Þorláksson, stofnandi “Komið og dansið”, sem er hæstánægður með hvað starfið gengur vel og hvað nýja aðstaðan í Álfabakka 12 er glæsileg í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við dansinn? „Hreyfingin og að hitta skemmtilegt fólk og vera með skemmtilegu fólki. Við erum alin upp í þessu, þetta er svo skemmtilegt,“ segir Páll Sigurðsson, dansari. Og konan hans, Sigrún Bjarnadóttir tekur undir. Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt og frábært enda dansa ég við flottasta og skemmtilegasta karlinn“, segir hún og skellihlær. Páll og Sigrún, sem mæta alltaf og dansa saman á fimmtudagskvöldum hjá "Komið og dansið". Sérstakur dans- eða diskóstjóri hefur stjórnað tónlistinni í 23 ár hjá „Komið og dansið“. „Það er alltaf fjör hér, það elska allir að koma hingað og dansa. Við spilum allt, við spilum gömlu dansana, við spilum Swing, línudans og allt, það er bara blönduð tónlist allt kvöldið“, segir Svanhildur Magnúsdóttir, stjórnandi tónlistarinnar. Svanhildur Magnúsdóttir dans- og diskóstjóri til 23 ára hjá “Komið og dansið”.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Komið og dansið
Reykjavík Dans Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira