Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2022 13:05 Karlakór Akureyrar Geysir, sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og verður með stórtónleika í Hofi á Akureyri í dag. Aðsend Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður. Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“ Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Kórinn heitir reyndar Karlakór Akureyrar – Geysir en ástæðan er sú að Söngfélagið Geysir á Akureyri hóf starf sitt haustið 1922 og kom fyrst fram á fullveldishátíð 1. desember það ár. Karlakór Akureyrar var hins vegar stofnaður 1929. Kórarnir tveir störfuðu í sitt hvoru lagi til margra ára en 1990 var ákveðið að sameina þá undir nafninu Karlakór Akureyrar – Geysir. Benedikt Sigurðarson er formaður kórsins. Hann er stoltur af 100 ára afmælinu. „Já, við erum að reyna að fagna því og vona að við náum að endurnýja starfið þannig að við getum lagt upp í annan áfanga hvort, sem hann endist í 100 ára eða ekki. Við ætlum að fagna tímamótunum í dag, laugardag því við erum með tónleika klukkan 16:00 í Hofi og þar erum við að syngja svona hefðbundna dagskrá í megin atriðum og rifjum upp nokkur blik úr þessari 100 ára sögu,“ segir Benedikt. Hvernig karlakór eruð þið, eruð þið skemmtilegir eða leiðinlegir? „Við vorum ákaflega hefðbundinn kór og okkur finnst við skemmtilegir hver með öðrum en svo veltur bara á því hvað okkur tekst að skemmta öðru fólki,“ segir Benedikt hlægjandi. Benedikt segir dásamlegt að syngja í karlakór og að það gangi ótrúlega vel að fá unga menn í kórinn. Mikil og góð stemming er hjá körlunum í kórnum enda allir bestu vinir og njóta þess í botn að syngja á tónleikum og öðrum uppákomum á vegum kórsins.Aðsend „Núna erum við til dæmis svo heppnir að við erum að fá inn 16 ára ungan mann, mjög efnilegan og sá elsti í hópnum heldur upp á áttræðisafmælið sitt í næstu viku. Við erum líka með mjög skemmtilegan stjórnanda, Valmar Valjots, sem hefur stjórnað kórnum síðustu tvö árin,“ segir formaðurinn. En á Karlakór Akureyrar Geysir sér eitthvað einkennislag eins og margir karlakórar eiga? „Já, Karlakórinn Geysir fékk Davíð Stefánsson til að semja texta við þýskt lag, sem hefur hljómað, sem einkennislag Karlakórsins Geysis frá þeim tíma og við framlengdum það. Það er lagið „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“, sem að margir þekkja.“
Akureyri Tónlist Menning Kórar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira