Orkumál á krossgötum Hildigunnur H. Thorsteinsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun