Sólveig fær að kynnast Z-stigakerfinu á CrossFit-móti í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 10:02 Sólveig Sigurðardóttir er í flottu formi og nær vonandi að sýna það í Las Vegas. Hún fær örugglega góða strauma að heiman. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Zelos Games CrossFit mótinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Sólveig stimplaði sig inn á þessu ári með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Madison þar sem hún endaði síðan í 34. sæti. View this post on Instagram A post shared by Devyn Kim (@devynkim) Sólveig hafði orðið áttunda í átta liða úrslitunum og í fjórða sæti í undanúrslitamótinu þar sem fimm efstu komust inn á leikana. Nú fær Sólveig tækifæri til að sýna styrk sinn og hreysti í spilavítaborginni Las Vegas í Nevada-fylki í Bandaríkjunum. Tólf konur og tólf karlar keppa á mótinu sem fer fram 12. og 13. nóvember. Zelos Games gefur síðan öllum heiminum tækifæri til að skrá sig til leiks og skila sínum æfingum inn eins og er gert í opna hlutanum í undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The 2022 Zelos Games CrossFit Competition (@zelosgames) Þau geta séð hvernig þessi 24 gera æfingarnar og svo reynt að gera betur. Stigakerfið verður nokkuð óvenjulegt en farið verður eftir svokölluðu Z-stigakerfi á þessu móti. Það þýðir það að eftir því sem sigurinn er öruggari því meira munar á stigum sem keppendur fá úr viðkomandi grein. Vanalega fær fyrsta sætið alltaf jafnmörg stig sem og annað sætið, þriðja sætið og svo framvegis. Zelos Games segir frá stigakerfinu á samfélagsmiðlum sínum og koma með dæmi. Ef þú vinnur grein og klárar hana á fjórum mínútum en sá í öðru sæti klárar á fimm mínútum þá er sá tuttugu prósentum hægari. Stigaskorið fyrir greinina mun taka mið af því. Alveg eins ef fyrsta sætið er aðeins einni sekúndu á undan öðru sætinu þá fær fyrsta sætið hundrað stig en sá öðru sætinu gæti fengið 99,5 stig. CRASH Crucible og The Tactical Games hafa notað þetta Z-stigakerfi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Sólveig stimplaði sig inn á þessu ári með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Madison þar sem hún endaði síðan í 34. sæti. View this post on Instagram A post shared by Devyn Kim (@devynkim) Sólveig hafði orðið áttunda í átta liða úrslitunum og í fjórða sæti í undanúrslitamótinu þar sem fimm efstu komust inn á leikana. Nú fær Sólveig tækifæri til að sýna styrk sinn og hreysti í spilavítaborginni Las Vegas í Nevada-fylki í Bandaríkjunum. Tólf konur og tólf karlar keppa á mótinu sem fer fram 12. og 13. nóvember. Zelos Games gefur síðan öllum heiminum tækifæri til að skrá sig til leiks og skila sínum æfingum inn eins og er gert í opna hlutanum í undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by The 2022 Zelos Games CrossFit Competition (@zelosgames) Þau geta séð hvernig þessi 24 gera æfingarnar og svo reynt að gera betur. Stigakerfið verður nokkuð óvenjulegt en farið verður eftir svokölluðu Z-stigakerfi á þessu móti. Það þýðir það að eftir því sem sigurinn er öruggari því meira munar á stigum sem keppendur fá úr viðkomandi grein. Vanalega fær fyrsta sætið alltaf jafnmörg stig sem og annað sætið, þriðja sætið og svo framvegis. Zelos Games segir frá stigakerfinu á samfélagsmiðlum sínum og koma með dæmi. Ef þú vinnur grein og klárar hana á fjórum mínútum en sá í öðru sæti klárar á fimm mínútum þá er sá tuttugu prósentum hægari. Stigaskorið fyrir greinina mun taka mið af því. Alveg eins ef fyrsta sætið er aðeins einni sekúndu á undan öðru sætinu þá fær fyrsta sætið hundrað stig en sá öðru sætinu gæti fengið 99,5 stig. CRASH Crucible og The Tactical Games hafa notað þetta Z-stigakerfi. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira