Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 9. nóvember 2022 19:49 Telma Tómasson, fréttamaður (t.v.) og Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Stöð 2 Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Ef litið er til talna hjá AP má sjá að Demókratar hafa tryggt sér 176 sæti og Repúblikanar 204 í fulltrúadeildinni. Mjórra er á munum í baráttunni um öldungadeildina, þar hafa Demókratar tryggt sér 48 sæti og Repúblikanar 49. Þar þurfa Repúblikanar að ná 51 sæti til þess að ná meirihluta en Demókratar 50 þar sem varaforsetinn er að þessu sinni Demókrati. Telma Tómasson, fréttamaður okkar ræddi við Silju um stöðuna nú í kvöldfréttum. Það lítur út fyrir að Demókratar haldi velli í öldungadeildinni, telst það mikill sigur fyrir þau og Biden? „Já þetta er í raun og veru mjög óvæntur og mikill árangur. Öldungadeildin var alltaf frekar tæp en það að halda 50 jafnvel fara upp í 51, það er betri árangur heldur en ég held að flestir hafi búist við. Með síðan þeim svona varnarsigri að missa ekki meira úr fulltrúadeildinni, það er mjög óvenjulegt og það er mjög fáheyrt líka að minnihlutinn, flokkurinn í stjórnarandstöðu nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. Sérstaklega þegar forseti er jafn óvinsæll eins og Biden er þannig að Biden held ég að hljóti að fagna varnarsigri í dag,“ sagði Silja Bára. Svo er það Donald Trump, hvað segja þessar niðurstöður um hugsanlegt framboð hans og sigurlíkur ef það gengur eftir? „Það virðist vera sem að Trump hafi í raun og veru laskað framboð Repúblikana mjög víða. Það eru kandídatar sem hann studdi og í raun og veru kom í framboð í gegnum prófkjör flokksins sem að eru að tapa, til dæmis í Pennsylvaníu. Þannig að það er líklegt að það verði horft kannski aðeins öðruvísi á hann heldur en hefur verið gert oft áður,“ sagði Silja Bára. Í kvöldfréttum kom fram að getgátur væru uppi um það að Repúblikaninn Ron DeSantis, ríkisstjóri í Flórída, sem hlaut endurkjör í kosningunum, myndi bjóða sig fram til forseta. Jafnvel gegn Donald Trump sjálfum. Silja segir greinilegt að Trump sé hræddur við það að DeSantis fari á móti honum, hann óttist að tapa. „En hvort að Trump kostar flokkinn í raun og veru meira í næstu kosningum heldur en hann hefur fram að færa, það er stóra spurningin,“ segir Silja Bára að lokum. Hér að ofan má sjá viðtalið við Silju en það hefst á 02:15.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18 Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55 „Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9. nóvember 2022 09:18
Trump hótar DeSantis Donald Trump fyrrverandi forseti kaus Ron DeSantis í ríkisstjórakosningunum sem fram fóru í gær en notaði þó tækifærið í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina til að vara DeSantis við mögulegu framboði til forseta eftir tvö ár. 9. nóvember 2022 07:55
„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun 8. nóvember 2022 11:34
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. 9. nóvember 2022 10:01