Mikilvægt að efla samskiptanet kvenna í leiðtogastörfum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga stýrði pallborðsumræðum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóra UN Women á heimsþinginu í dag. María Kjartansdóttir Sima Sami Bahous aðalframkvæmdastjóri UN Women og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segja mikilvægt að tengja saman konur í leiðtogastöðum til að efla og hvetja allar konur til að bjóða sig fram til leiðtogastarfa. Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag. Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sima Sami og Katrín sátu saman í pallborði hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur stjórnarformanni Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í dag. Þar var meðal annars rætt um hvers vegna lítið hefði breyst í viðhorfum almennings víðast hvar til kvenna í leiðtogastörfum. Aðalframkvæmdastjórinn hefur ákveðið að koma á fót vettvangi fyrir konur í leiðtogastöðum. „Það mikilvægasta við forystu kvenna er að tryggja að þær komist í forgrunninn á mjög öflugan hátt. Og ég held að UN Women geti komið því á framfæri á öflugan hátt. Eitt af þeim málum sem ég var að skoða er að skapa varanlegt fyrirkomulag þar sem kvenleiðtogar geta rætt, talað og hugsað saman og geta myndað tengslanet," Bahouse. Sima Sami Bahous og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að tengja þurfi konur í leiðtogastörfum betur saman.María Kjartansdóttir „Ég held að við sæjum ekki jafnmörg stríð í heiminum ef það væru fleiri kvenleiðtogar. Ég er frá Íslandi og að mörgu leyti eru það forréttindi að vera hér. En ég verð líka oft mjög pirruð af því mér finnst hlutirnir ganga of hægt. Ég verð stundum mjög vonsvikin yfir því að við skulum ekki hafa náð því að útrýma launamun kynjanna og að enn skuli karlremba leynast í öllum hornum," sagði Katrín. Hanna Birna fagnaði því að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands til sextán ára og verndari Heimsþings kvenleiðtoga væri á staðnum að fylgjast með umræðum. Hún hefði reynst kynslóðum kvenna góð fyrirmynd með störfum sínum sem fyrsta lýðræðislega kjörna konan í embætti forseta. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands var vel fagnað á heimsþinginu í dag.María Kjartansdóttir „Við Katrín sátum jafnvel með strákum í skóla á sínum tíma sem veltu því fyrir sér hvort það væri yfirleitt möguleiki að strákur gæti orðið forseti,“ sagði Hanna Katrín og salurinn tók undir með lófataki þegar hún þakkaði Vigdísi fyrir hennar framlag.
Heimsþing kvenleiðtoga Sameinuðu þjóðirnar Vigdís Finnbogadóttir Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50 Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Ingibjörg Sólrún svartsýn í öryggis- og friðarmálum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki bjartsýn í friðar- og öryggismálum heimsins. Erfitt sé fyrir konur að koma að samningaborðinu þar sem í raun væri ekkert samningaborð til staðar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að jafnréttismál hafi verið flutt til forsætisráðuneytisins. 9. nóvember 2022 13:50
Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. 8. nóvember 2022 19:20