Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2022 07:29 Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, er stjórnarformaður og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. Aðsend/María Kjartansdóttir Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Í tilkynningu segir að það séu Women Political Leaders (WPL) sem standi að Heimsþinginu í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. „Yfirskrift Heimsþingins í ár er Power, Together for Partnership sem vísar til mikilvægis samstarfs og samstöðu um jafnréttismál. Væntanlegar eru kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá þinginu í spilaranum að neðan. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Bidhya Devi Bhandari forseti Nepal, Eliza Reid forsetafrú, Sviatlana Tsikhanouskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, Sima Sami Bahous framkvæmdastjóri UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Margarita Robles Fernandez varnarmálaráðherra Spánar, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Ann Cairns stjórnarformaður Mastercard, ásamt yfir 100 þingkonum alls staðar að úr heiminum og fjölmörgum öflugum kvenleiðtogum af yngri kynslóðinni. Á heimsþinginu veitir stjórn Women Political Leaders sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2022 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga.“ Ísland mælist efst landa þegar kemur að jafnrétti Haft er eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnarformanni og annars stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga, að það sé afar ánægjulegt að taka á móti svo stórum hópi kvenleiðtoga í Hörpu og fá tækifæri eitt árið enn til að kynna árangur Íslands í jafnréttismálum. „Ísland hefur í þrettán ár mælst efst landa þegar kemur að jafnrétti og alþjóðlega er litið til okkar sem fyrirmyndar. Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga og við vitum og finnum að viðburðinn skiptir máli og hefur þegar skilað árangri,” segir Hanna Birna. Silvana Koch-Mehrin er forseti Women Political Leaders og annar stofnenda Heimsþings kvenleiðtoga. „Það er mikilvægt að kvenleiðtogar um allan heim og úr öllum geirum taki höndum saman um mikilvæg úrlausnarefni eins og umhverfismál, stríðsátök og aðrar áskoranir samtímans. Það er WPL mikill heiður að eiga í svo árangursríku og ánægjulegu samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi í fimmta sinn. Fleiri konur í forystu og jafnrétti kynjanna þolir enga bið. Samtalið á Heimsþingi kvenleiðtoga hefur raunveruleg áhrif,” er haft eftir Koch-Mehrin.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira