Úr einum vasa í annan Jóna Torfadóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:00 Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun