„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 09:46 Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu vaktina í hjarta varnar Íslands á EM síðasta sumar. Nú mætast þær hins vegar í Meistaradeild Evrópu. Tullio M. Puglia/Getty Images Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00