Nýjar peysur í H&M „vanvirðing við íslensku lopapeysuna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:14 Peysur úr H&M sem minna óneitanlega á klassísku íslensku lopapeysurnar Twitter/Lovísa Falsdóttir Nýjar peysur í versluninni H&M vöktu athygli á dögunum. Peysurnar minna óneitanlega á hinar klassísku íslensku lopapeysur. Stjórnarformaður Handprjónasambandsins segir þetta miður, en munstrið sé þó ekki upprunavottað. Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð
Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00