Svona er ný Þjóðadeild stelpnanna okkar sem gætu komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins sem verður í A-deild fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem eitt af sextán bestu landsliðum Evrópu. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í efstu deild, A-deild, í nýrri Þjóðadeild sem UEFA hefur nú kynnt. Liðið er þar með eitt þeirra sem eiga möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann