Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í rannsókninni. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar. Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar.
Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51