Nökkvi við Gumma Ben: Minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Guðmundur Benediktsson ræðir við Nökkvi Þeyr Þórisson í lokaþætti Stúkunnar. S2 Sport Nökkvi Þeyr Þórisson var kosinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2022 af Stúkunni en hann var markakóngur deildarinnar þrátt fyrir að leik sinn síðasta leik í byrjun september. KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
KA seldi Nökkva til belgíska félagsins Beerschot en enginn náð að skora meira en þessi sautján mörk sem strákurinn skoraði í tuttugu leikjum í sumar. Nökkvi Þeyr var líka kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, ræddi við Nökkva Þey í lokaþætti Stúkunnar en Nökkvi var þá staddur í Belgíu. Guðmundur sjálfur var einnig kosinn leikmaður ársins af mótherjum sínum sumarið 1999. Vísir/Hulda Margrét „Þetta kom mér á óvart en virkilega skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Guðmundur fór yfir síðustu ár Nökkva til sína stökkið sem hann tók í sumar. Hann spilaði sumarið 2018 Dalvík/Reyni, 2019 spilaði hann fyrstu leiki sína í efstu deild og var með 2 mörk í 17 leikjum. Hann skorar eitt mark í níu leikjum sumarið 2020 og svo þrjú mörk á síðustu leiktíð. Nökkvi var síðan með 22 mörk í 23 deildar og bikarleikjum í sumar. Hvað gerðist? Virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil „Aðalpunkturinn er að ég hélst heill í heilt tímabil. Ég var virkilega óheppinn með meiðsli síðustu tvö tímabil. Ég fótbrotnaði 2020 og svo liðband í ökkla hjá mér 2021 sem var mjög óheppilegt. Það var eftir sjö umferðir og ég var frá í átta viku og nær allt tímabilið 2020. Það er því númer eitt að haldast heill,“ sagði Nökkvi Þeyr Þórisson. Klippa: Stúkan: Viðtal við Nökkva Þey „Það er alltaf best en ég breytti líka. Ég fór að vinna meira í mér. Ég hef sagt það margoft þegar ég hef verið spurður að þessu að það var aukaæfingin sem skilaði þessu að mínu mati og smáatriðin. Svefninn, mataræðið og að hugsa um öll þessi litlu atriði. Þetta er kannski gömul klisja en það virkar,“ sagði Nökkvi Þeyr. Ætlaði fyrst að stefna á tíu mörk Setti Nökkvi sér einhver markmið í markaskorun á þessu tímabili. Vísir/Hulda Margrét „Ég setti mér markmið en það var ekki sautján mörk. Ég byrjaði að setja mér tíu marka markmið og svo náði ég því og þá bætti ég við fimm mörkum. Þegar ég náði fimmtán mörkum þá var ég með tuttugu mörkin sem markmið en ég var kominn út áður en ég gat klárað það,“ sagði Nökkvi. „Það er frábært að vera kominn út og vinna við það sem maður elskar sem er að spila fótbolta. Ertu búinn að hugsa það eitthvað síðan þú fórst út að það hefði verið fjandi gaman að slá þetta markamet loksins,“ spurði Guðmundur Benediktsson. Var sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í markametinu „Það hefði veri fjandi gaman en þegar maður horfir á stóru myndina þá er minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet. Það gerir meira fyrir mig að taka þetta skref heldur en að eiga eitthvað markamet finnst mér. Auðvitað er það skemmtilegt en ég var finnst mér sá eini sem var ekki að pæla svona mikið í þessu markameti,“ sagði Nökkvi. Beerschot „Ég var meira að pæla bara í næsta leik og vinna hann. Svo þegar maður kom út og var kominn smá út úr þessu að vera heima og spila þessa leiki þá fór maður að hugsa aðeins að það hefði verið gaman að klára síðustu þrjá leikina og alla vega reyna við þetta markamet. Það hefði verið gaman að verða fyrstur til að fara upp í tuttugu mörk,“ sagði Nökkvi. „En þegar maður lítur á stóru myndina þá sé ég ekki eftir því,“ sagði Nökkvi en það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira