Boðar aðgerðir í netöryggismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 20:01 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. arnar halldórsson Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur. Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur.
Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira