Boðar aðgerðir í netöryggismálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 20:01 Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. arnar halldórsson Ísland stendur sig mun verr en hin Norðurlöndin þegar kemur að netöryggi sem gerir þjóðina að skotmarki erlendra netárásahópa. Nýsköpunarráðherra segir okkur skorta sérhæfðan mannauð í málaflokknum og boðar aðgerðir. Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur. Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Nýsköpunarráðherra kynnti í dag fyrstu aðgerðaráætlun íslenskra stjórnvalda í netöryggismálum. Áætlunin inniheldur 64 aðgerðir á mismunandi sviðum til að við séum á meðal þeirra þjóða sem við viljum bera okkur saman við í netöryggismálum. Hver er staðan hér á landi varðandi netöryggi? „Við erum í 58 sæti hjá Alþjóðafjarskiptastofnuninni þegar kemur að mælingum á netöryggi landa á meðan að t.d. Norðurlöndin, sem við viljum oft og gjarnan bera okkur saman við eru í top 30. Við þurfum að gera betur, það er ekki síst menntun og fræðsla sem er ábótavant og það er stór hluti af aðgerðunum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýsköpunarráðherra. Áslaug segir okkur of neðarlega á listanum.arnar halldórsson Vantar sérhæft fólk Lítið sé um sérhæfðan mannauð í netöryggismálum hér á landi. Sérfræðingur segir að í ljósi þess að við séum svo neðarlega á lista aðþjóðafjarskiptastofnunarinnar séum við betra skotmark hjá þeim erlendu hópum sem standa að baki netárásum. „Þessir hópar ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeir horfa á svona lista og gera ráð fyrir því að þeir eigi auðveldara um vik að valda skaða eða ná fjárhæðum úr íslenskum almenningi þannig það er ákveðin vörn í því að vera ofarlega á þessum lista,“ sagði Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS. Netárásir stoppi heilu samfélögin „Netöryggisárásir hafa þau áhrif að þau stoppa heilu samfélögin, stórar framleiðslur og að hýsingaraðilar sem ætla að fela hættulega brotastarfsemi og komast undan löggæslu hafa leitað hingað til lands. Við þessu öllu erum við að reyna að bregðast við með þessum aðgerðum,“ sagði Áslaug. Guðmundur segir netárásir birtast í breyttri mynd en áður.arnar halldórsson Guðmundur segir netárásir nú vera í breyttri mynd en áður. Djúpfölsun sé til dæmis fáguð aðferð til þess að falsa hreyfimynd með hljóði. Við sjáum dæmi. „Trump forseti er alger og fullkominn drullusokkur. Ég myndi aldrei segja svona, að minnsta kosti ekki í opinberu ávarpi. En einhver annar myndi gera það, einhver... Eins og Jordan Peele,“ sagði djúpfölsun af Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. „Þetta er breytingin sem við erum að sjá í okkar geira. Þessi gömlu nígeríusvindl eru ekki lengur aðferðin til að tækla fólk. Við erum að sjá miklu hnitmiðaðri árásir þar sem verið er að reyna að falsa aðila sem þú treystir til þess að fá þig til að framkvæma eitthvað sem þú ættir ekki að vera að gera. Það er stóra breytingin framundan og það sem við þurfum að læra, alveg eins og við lærum að passa okkur á umferðinni,“ sagði Guðmundur.
Netöryggi Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira