Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur í flestum tilfellum skoðun á dómgæslunni. vísir/hulda margrét Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. „Mér finnst þjálfarar tuða svolítið mikið í dómurum. Ég held það sé ekkert óhemju slæmt núna en mér finnst margir þjálfarar kvarta undan hverjum einasta dómi,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég setti saman lista, bæði byggðan á minni sannfæringu og gögnum, hverjir eru mestu tuðarar deildarinnar.“ Í 5. sæti listans er laumutuðarinn Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eins og Jóhann Gunnar komst að orði. „Það fer ekki mikið fyrir honum. Hann er ekki æstur en á það til að tuða alveg djöfullega þegar hann kemst í góðan gír.“ Maðurinn í 4. sæti listans, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er ekki laumutuðari að mati Jóhanns Gunnars. „Þegar hann tuðar sér maður að hann er að tuða. Hann verður mjög reiður. Hann byrjar að tuða í dómurum og svo verður hann mjög svekktur út í þá.“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Mér finnst hann tuða mikið. Hann á það til labba þvers og kruss um bekkinn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 tuðlisti Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, vermir svo 2. sætið. „Að strjúka skallan hefur verið hans einkennis hreyfing. Þegar honum er virkilega heitt í hamsi rennir hann höndunum yfir skallann.“ Gamli þjálfarinn hans Jóhanns Gunnars, Einar Jónsson hjá Fram, trónir á toppi listans sem kom kannski ekki mikið á óvart. „Þessi snögga höfuðhreyfing fram er hans ekta tuðhreyfing. Það sem einkennir góðan tuðara er að þegar þeim er sagt að slaka á slaka þeir ekki á. Þeir taka kannski eitt skref aftur á bak en koma svo aftur og tuða,“ sagði Jóhann Gunnar en benti á að hann hefði ekki ætlað að setja Einar í toppsæti listans en fólkið á Twitter togaði hann upp. Horfa má á innslagið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
„Mér finnst þjálfarar tuða svolítið mikið í dómurum. Ég held það sé ekkert óhemju slæmt núna en mér finnst margir þjálfarar kvarta undan hverjum einasta dómi,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég setti saman lista, bæði byggðan á minni sannfæringu og gögnum, hverjir eru mestu tuðarar deildarinnar.“ Í 5. sæti listans er laumutuðarinn Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eins og Jóhann Gunnar komst að orði. „Það fer ekki mikið fyrir honum. Hann er ekki æstur en á það til að tuða alveg djöfullega þegar hann kemst í góðan gír.“ Maðurinn í 4. sæti listans, Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er ekki laumutuðari að mati Jóhanns Gunnars. „Þegar hann tuðar sér maður að hann er að tuða. Hann verður mjög reiður. Hann byrjar að tuða í dómurum og svo verður hann mjög svekktur út í þá.“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Mér finnst hann tuða mikið. Hann á það til labba þvers og kruss um bekkinn.“ Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 tuðlisti Þjálfari Harðar, Carlos Martin Santos, vermir svo 2. sætið. „Að strjúka skallan hefur verið hans einkennis hreyfing. Þegar honum er virkilega heitt í hamsi rennir hann höndunum yfir skallann.“ Gamli þjálfarinn hans Jóhanns Gunnars, Einar Jónsson hjá Fram, trónir á toppi listans sem kom kannski ekki mikið á óvart. „Þessi snögga höfuðhreyfing fram er hans ekta tuðhreyfing. Það sem einkennir góðan tuðara er að þegar þeim er sagt að slaka á slaka þeir ekki á. Þeir taka kannski eitt skref aftur á bak en koma svo aftur og tuða,“ sagði Jóhann Gunnar en benti á að hann hefði ekki ætlað að setja Einar í toppsæti listans en fólkið á Twitter togaði hann upp. Horfa má á innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn