Letti sem kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi framseldur heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 10:37 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni lettneskra yfirvalda um framsal á lettneskum ríkisborgara sem búsettur hefur verið hér á landi í þrjú ár. Þarlend yfirvöld vilja að maðurinn afpláni fimm ára dóm fyrir að hafa verslað með átján grömm af amfetamíni. Maðurinn kvaðst hafa snúið við blaðinu hér á landi. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins. Dómsmál Lettland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í Landsrétti fyrir helgi. Staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur í málinu sem hafði nýverið staðfest ákvörðun ríkissaksóknara að verða við framsalsbeiðni lettneskra yfirvalda. Málið má rekja til þess að ríkissaksóknara barst evrópsk handtökuskipun frá kollega hans í Lettlandi. Óskað var eftir handtöku og afhendingar umrædds manns, til fullnustu fangelsisrefsingar. Fimm ára fangelsisdómur beið Árið 2018 var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa keypt og selt 18,3 grömm af amfetamíni og fyrir að hafa haft í vörslum sínu, 0,32 grömm af kannabisefnum þegar hann var handtekinn. Fyrir þetta var hann dæmdur í fimm ára og tveggja mánaða fangelsi. Átti hann eftir að afplána fimm ár og 28 daga. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 14. september síðastliðinn. Skömmu síðar var tekin ákvörðum um að verða við framsalsbeiðninni. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms og fór að lokum fyrir Landsrétt, sem staðfesti ákvörðun ríkissaksóknara, eins og áður hefur komið fram. Sagðist hafa snúið við blaðinu hér Við meðferð málsins í héraðsdómi sagðist maðurinn hafa komið hingað til lands árið 2019. Hér hafi hann öðlast nýtt líf, væri verðmætur starfskraftur á vinnustað sínum, hafi hér eignast kærustu og hvorki neytt áfengis né annarra vímuefna. Engin brot væri að finna á sakaskrá mannsins eða málaskrá lögreglu hér á landi. Frá Riga, höfuðborg Lettlands.Mehmet Murat Onel/Anadolu Agency via Getty Images) Lífið hafi reynst honum erfitt í Lettlandi en hér á landi hafi honum tekist að snúa við blaðinu og liði vel. Þá vildi maðurinn meina að fangelsisdómurinn sem biði hans í Lettlandi væri í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu. Algjört ósamræmi væri á milli þyngd hans og alvarlega brotsins sem hann var sakfelldur fyrir. Ekki hlutverk héraðsdóms að endurmeta niðurstöðu dómstóls í öðru landi Í niðurstöðu héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir hins vegar að öll lagaskilyrði fyrir framsali mannsins væru uppfyllt. Um þyngd dómsins í Lettlandi segir dómari að vissulega megi fallast á þau sjónarmiðað miðað við málavexti málsins. Hins vegar liggi engar upplýsingar fyrir um hvað sé að baki þeirri refsiákvörðun. Héraðsdómur hér á landi hafi ekki valdheimild til að endurmeta hver hæfileg refsing við umræddu broti sé. Landsréttur staðfesti sem fyrr niðurstöðu héraðsdóms um að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara um framsal mannsins.
Dómsmál Lettland Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira