Sér eftir að hafa klínt sniglinum á Spán Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2022 13:42 Ekki skal tala um spánarsnigil heldur vargsnigil héðan í frá. Vísir/Getty Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist ósáttur með sjálfan sig fyrir að hafa tengt Spán við tegund snigla sem eru Spáni óviðkomandi. Spánarsnigilinn skal nú kalla vargsnigil. Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest. Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Erling ræðir þessa nafngift sína á Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Hann segir að tengsl snigilsins við Spán og Íberíuskaga hafi orðið til vegna misskilnings sem leiðréttur var fyrir alllöngu. „Gekk hann undir fræðiheitinu Arion lusitanicus og var kenndur við Íberíuskaga. Fékk snigillinn alþýðuheiti á ýmsum þjóðtungum í samræmi við meintan uppruna, sbr. Spanish slug og spansk skogssnigel. Síðar komu mistök í ljós. Tegundin reyndist önnur en fyrst var talið og var þá fræðiheiti réttrar tegundar tekið upp, Arion vulgaris (vulgaris merkir hinn algengi),“ skrifar Erling. Hann segir snigilinn jú finnast á Spáni, en einnig víðar um Suður-Evrópu. Því sé ósanngjarnt að kenna „alræmda kvikindið“ eingöngu við Spán. Þegar Erling frétti af misskilningnum varð hann afar ósáttur með að hafa á sínum tíma hermt eftir nágrannaþjóðum og kennt snigilinn við Spán. Þá fór hann að huga að nýju heiti en það að úrelta heitið hafi fest sig í sessi í málinu aftraði hann frá því að viðra tillöguna. „Læt ég nú slag standa, framvegis mun ég nota heitið vargsnigill í umfjöllunum mínum. Hvernig því verður tekið er undir hverjum og einum komið. Vargsnigill þykir mér hæfa lífsháttunum,“ skrifar Erling. Vargsnigillinn, áður spánarsnigillinn, er alæta sem étur nánast allt sem verður á vegi hans, svo sem plöntur, hundaskít og aðra snigla. Vargsnigillinn skemmir gróður og sóðar út með slímslóð sinni en útrýmir einnig öðrum sniglum þar sem hann nær fótfestu. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gengið svo langt að kalla vargsnigilinn óboðinn gráðugan gest.
Dýr Skordýr Tengdar fréttir Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Best að drepa hann með því að skera af honum hausinn Mikilvægt að sporna gegn útbreiðslu Spánarsnigils. 8. júlí 2016 10:15