Útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og setur velferðarkerfið í fyrsta sæti Ellen Geirsdóttir Håkansson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. október 2022 20:27 Kristrún fór með stefnuræðu sína í dag. Stöð 2 Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á Landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum. Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Fréttamaður okkar Berghildur Erla náði tali af Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar fyrr í dag og spurði hana spjörunum úr um innihald stefnuræðu hennar. „Það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum“ - Þú gagnrýnir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þinni ræðu, ertu með þessu að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn komist Samfylkingin til valda? „Nú er auðvitað bara komin ný forusta í Samfylkinguna og við viljum vera skýr á hvar okkar megin línur liggja, sem eru í þessum stóru velferðarmálum og þar erum við mjög skýr. Við höfum auðvitað verið á öndverðu meiði við Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að grundvallaratriðum þarna og sérstaklega þegar kemur að fjármögnun á þessum verkefnum. Það er auðvitað langur tími í kosningar og þetta er eitthvað sem þarf bara að ræða inni í flokknum og ræða inni í stjórn flokksins þegar að því kemur en það liggur alveg fyrir hvar okkar pólitík liggur í þessum efnum,“ svarar Kristrún. - Þú segir „það liggur alveg fyrir“ en þú ert ekki að útiloka það að Samfylkingin starfi með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn? „Ég held það sé klárt mál að það þarf að koma inn nýtt blóð í fjármálaráðuneytið, það liggur alveg fyrir. Við getum ekki eftirlátið Sjálfstæðisflokknum að stýra fjármálaráðuneytinu, þau hafa ægivald yfir öllum velferðarmálum þjóðarinnar í þessu samhengi. Þetta er eins og ég segi eitthvað sem við þurfum bara að ræða í aðdraganda kosninga hjá okkur, við munum ekkert gefa afslátt á okkar lykilmálum sem er full fjármögnun á þessum velferðarmálum og efnahagsstefna sem stendur undir velferðarsamfélagi,“ svarar Kristrún. Stutta umfjöllun um stefnuæðu Kristrúnar má sjá hér að neðan. Í ræðu sinni nefndi Kristrún að búið væri að taka 50 milljarða úr velferðarkerfinu. Aðspurð hvernig flokkurinn ætli að breyta þessu í ljósi áherslna á velferðarkerfið segir Kristrún flokkinn leggja áhersla á að efnahagsmálastefnan standi undir velferðarkerfinu. Kerfið verði sett í fyrsta sæti. „Við viljum ekki að fólk sé hólfað af, að fólk sé í rauninni bara í sér og sínu og á sama tíma brotni niður velferðarkerfið og byggist upp tvöfalt kerfi. Það er ekki það sem að fólkið vill miðað við þau samtöl sem við höfum átt allt í kringum landið, það vill ekki búa í tvöföldu samfélagi, að það sé rekið hérna tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það þarf auðvitað bara að endurskoða tekjustofna, þetta snýr auðvitað líka að auðlindum okkar og hvernig við förum í sanngjarna almenna skattheimtu í landinu. Það er heilmikið sem hægt er að gera í forgangsröðun til þess að setja velferðina í fyrsta sæti og það er það sem við viljum gera,“ svarar Kristrún. „Mæta fílefld til verks“ Hún kveðst ánægð með fólkið sem kosið hafi verið í forystu Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún er spurð út í stefnu sína gagnvart Evrópusambandinu segir hún mikilvægt að forgangsraða og sameina jafnaðarfólk utan um kjarna húsnæðismála, heilbrigðismála og innviðauppbyggingu áður en farið er í umræðu um Evrrópusambandið. Sambandið sé þó enn á stefnu flokksins. Þegar Kristrún er spurð hvort hún haldi að núverandi ríkisstjórn lifi næstu þrjú árin segist hún ekki geta sagt til um það. Margt geti komið upp á næstu þremur árum en það breyti því ekki að mikið verk sé að vinna hjá Samfylkingunni. „Ef að þetta verða þrjú ár, þá munum við nýta þennan tíma vel og mæta fílefld til verks,“ segir Kristrún að lokum.
Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent