Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 08:06 Bandaríkin, NATO og íslensk stjórnvöld hafa sett milljarða í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. Hér er ein af kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjahers í nýuppgerðu flugskýli Landhelgisgæslunnar á öryggissvæði flugvallarins. Vísir/HMP Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira