Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. október 2022 13:00 Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson ÍL-sjóður Flokkur fólksins Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun