Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 14:44 Frá Tromsö. EPA-EFE/MARIANNE LOEVLAND NORWAY OUT Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök. Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
NRK greinir frá og segir að um sé að ræða mann á fertugsaldri sem lögreglu grunar að hafi síðustu tólf mánuði byggt upp persónu sem brasilískur fræðimaður á sviði Norðurslóða. Hann er hins vegar sakaður um að hafa verið að njósna fyrir Rússa þann tíma sem hann hefur dvalið í Noregi. Maðurinn hefur starfað við Háskólann í Tromsö þar sem hann hefur verið við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Norska öryggislögreglan óttast að manninum hafi tekist að byggja upp einhvers konar net eða þekkingu á stefnu Noregis í þessum málum. Þó ekki sé endilega talið að maðurinn hafi aflað sér upplýsinga sem ógni öryggi Noregs óttast lögregla að Rússar geti á einhvern hátt nýtt sér þær upplýsingar sem hann hefur aflað. Maðurinn var handtekinn í gær en í frétt NRK er málinu líkt við leiknu bandarísku sjónvarpsþættina The Americans sem fjallaði um sovéska útsendara sem þóttust vera Bandaríkjamenn, á sama tíma og þeir njósnuðu um Bandaríkin. Lögregla vill að manninum verði tafarlaust vísað frá Noregi. Hann neitar alfarið sök.
Rússland Noregur Norðurslóðir Tengdar fréttir Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Gjalda varhug við torkennilegu drónaflugi við norska borpalla Norsk stjórnvöld hafa aukið eftirlit varðskipa og orrustuþotna við borpalla í Norðursjó vegna óþekktra dróna sem hafa sést á flugi nærri þeim upp á síðkastið. Óttast þau að þar kunni að vera spellvirki og bellibrögð Rússa í uppsiglingu. 24. október 2022 12:49