Gæddi framhjáflug Juno hjá Evrópu lífi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 20:31 Ein af myndunum fjórum sem Juno tók af Evrópu og Björn setti saman í hreyfimynd af framhjáfluginu. Nærflugið tók aðeins um tvo tíma enda þeyttist Juno fram hjá á meira en 23 kílómetra hraða á sekúndu. NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS/Björn Jónsson Ístunglið Evrópa birtist ljóslifandi á hreyfimynd sem íslenskur tölvunarfræðingur vann upp úr myndum bandaríska geimfarsins Juno þegar það þeyttist þar fram hjá á dögunum. Evrópa þykir eitt mest spennandi fyrirbæri sólkerfisins. Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar. Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Juno flaug fram hjá Evrópu, fjórða stærsta tungli Júpíters, 29. september. Myndirnar sem geimfarið náði af íshnettinum voru þær fyrstu frá því að Galíleó-geimfarið átti leið hjá fyrir 22 árum og þær skörpustu sem nokkru sinni hafa verið teknir af Evrópu. Þegar Juno flaug sem næst Evrópu var geimfarið í rétt rúmlega 350 kílómetra hæð yfir hrjóstrugu yfirborðinu. Áhugamál Björn Jónssonar, tölvunarfræðings, er að vinna myndir frá geimförum sem hafa heimsótt ytra sólkerfið í frítíma sínum. Hann hefur náð góðum árangri á því sviði og er meðal annars talinn hafa unnið nákvæmasta kort sem til er af yfirborði Evrópu með myndum frá Voyager 2 og Galíleó. Björn tók fjórar myndir sem JunoCam-myndavél Juno tók af Evrópu á meðan á framhjáfluginu stóð og gerði úr þeim hreyfimynd sem gæddi flugið lífi. „Ég setti myndirnar saman í kort af þessu tungli. Síðan eru þetta í rauninni bara þvívíddarmyndir af þessu korti þegar það er sett til baka yfir á kúlu,“ segir Björn við Vísi. Til þess notaði hann bæði hugbúnað sem hann hefur smíðað sjálfur og tól sem geimmyndvinnslusamfélagið vinnur með. Hreyfimyndin hefst við næturhlið Evrópu rétt eftir að Juno var sem næst tunglinu og 93 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. Hreyfimyndin, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, er á þreföldum rauntíma. Henni lýkur þegar síðasta myndin var tekin. Juno's PJ45 Europa flyby (speeded up by a factor of 3) from Bjorn Jonsson on Vimeo. Tilgátur um líf í neðanjarðarhafi Þó að yfirborð Evrópu sé sprungin og kvörnuð ísskorpa svo langt sem augað eygir þykir hún einhver áhugaverðasti hnöttur sólkerfisins. Vísindamenn telja að undir ísnum leynist víðáttumikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns, þökk sé hita sem myndast þegar flóðkraftar Júpíters toga tungli og teygja að innan. Á jörðinni þrífast örverur við jarðhitastrýtur á hafsbotninum þó að sólarljóss njóti ekki við. Þetta hefur vakið vonir um að líf gæti einnig hafa kviknað og þrifist í evrópska neðanjarðarhafinu. Til stendur að rannsaka Evrópu nánar í Clipper-leiðangri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem hefst í fyrsta lagi upp úr miðjum áratugnum. Clipper-geimfarinu yrði komið fyrir á víðri braut um Evrópu og látið fljúga ítrekað fram hjá til að leita að merkjum um hvort að þar kunni aðstæður að vera lífvænlegar.
Geimurinn Júpíter Tengdar fréttir Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fyrstu myndirnar af vatnaveröldinni Evrópu í tuttugu ár Könnunarfarið Júnó er byrjað að senda myndir frá nærflugi sínu hjá ístunglinu Evrópu við Júpíter. Myndirnar eru þær fyrstu af tunglinu frá því að Galíleó flaug þar fram hjá fyrir 22 árum. Talið er að haf fljótandi vatns sé að finna undir ísilögðu yfirborði Evrópu þar sem líf gæti mögulega þrifist. 30. september 2022 11:24