Hyggjast rukka í stæði í fyrsta sinn í Reykjanesbæ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 17:40 Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar lagði fram drög að stofnun bílastæðasjóðs á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á föstudaginn. Vísir/Þorgils Skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar hefur lagt fram drög að stofnun bílastæðasjóðs í Reykjanesbæ. Með stofnun sjóðsins verður því rukkað í bílastæði í fyrsta sinn í sveitarfélaginu. Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að samstaða sé um málið. Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Bílastæðasjóður mun eðli málsins samkvæmt einnig hafa heimildir til að sekta þá sem ekki greiða í stæði. Nái tillagan fram að ganga verður skipulag sjóðsins líklega svipað og í öðrum sveitarfélögum, að sögn Róberts Jóhanns Guðmundssonar formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. „Það hefur aldrei verið rukkað í bílastæði í Reykjanesbæ. Þetta eru svona frumdrög, við erum að byrja að kynna okkur þetta,“ segir Róbert Jóhann í samtali við fréttastofu. Hann hefur ekki trú á því að Reykjanesbær rukki í bílastæði strax á þessu ári en telur líklegt að gjaldtakan komi til framkvæmda á því næsta. „Nú fór þetta fyrir umhverfis- og skipulagsráð á föstudaginn og þetta á eftir að fara fyrir bæjarstjórnarfund sem verður eftir viku. Eftir bæjarstjórnarfundinn fer kannski eitthvað að skýrast í þessum efnum,“ segir Róbert Jóhann. Hann segir ýmsar ástæður búa að baki fyrirhugaðri stofnun bílastæðasjóðs en telur að þörf sé á gjaldtökunni. Aðspurður um hve dýrt verði að leggja ítrekar hann að um frumdrög sé að ræða. Tiltekin fjárhæð eða gjöld hafi ekki verið rædd og verið sé að skoða málið. „Ég geri alveg ráð fyrir því að það sé vilji allra ráðsmanna að skoða þetta eins og þessi stærri bæjarfélög hafa verið að gera. En þetta er það fyrsta sem kemur og við erum bara að fikra okkur áfram í þessu,“ segir Róbert Jóhann Guðmundsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær Skipulag Bílastæði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira