Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2022 11:53 Björn Gíslason, borgarfulltrúi, segir íbúa í Árbæ krefjast þess að lónið verði fyllt að nýju. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. „Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Ég held að allir sem búa hér í Árbænum sjái það að þetta er falleinkunn fyrir Reykjavíkurborg og Orkuveituna. Þessi úrskurður er ótvíræður að þau höfðu ekki leyfi til að gera þetta,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Málið má rekja aftur til haustsins 2020 þegar Árbæjarlón var tæmt að frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur. Með því var ákveðið að Elliðaár fengju að renna nánast óheftar í sínum upprunalegu farvegum undir Árbæjarstíflu. Árbæjarlón varð til við byggingu rafstöðva í Elliðaám fyrir um hundrað árum. Krafa íbúa að fyllt verði í lónið Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði svo í síðustu viku, eftir að kæra barst henni frá íbúa í Árbæ, að skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar hafi borið að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma. Tæmingin teljist til framkvæmda sem hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og slíkar framkvæmdir krefjist framkvæmdaleyfis. Nefndin gat hins vegar ekki úrskurðað hvort borginni beri að fylla aftur upp í lónið. „En ég held að það sé alveg augljóst mál að það verður krafa íbúa. Hvort íbúar þurfi að fara aftur að standa í að kæra það, það getur vel verið,“ segir Björn, sem er bæði íbúi í Árbæ og fulltrúi í íbúaráði hverfisins. „Ef þetta er ólögleg framkvæmd verður bara að fylla aftur í lónið. Það er ekkert annað í stöðunni að mínu mati og íbúa hér. Þetta hefur valdið mikilli úlfúð hér meðal íbúa í Árbæ og Breiðholti og raunar íbúa úr fleiri hverfum Reykjavíkur, enda fara þúsundir um Elliðaárdalinn.“ Segir vinnubrögðin til skammar Málið hafi ollið gríðarlegri gremju, enda hafi það ekki verið borið undir íbúa. „Þetta olli gríðarlegri gremju þegar lónið var tæmt. Hvað þá að gera þetta eins og Orkuveitan. Í skjóli nætur og það var ekki samráð við einn eða neinn.“ Björn sat haustið 2020 í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar en segir engan þar hafa vitað af framkvæmdinni. „Þetta eru skammarleg vinnubrögð af hálfu Orkuveitunnar og hvað þá að borgin skuli síðan ekki taka af skarið og stöðva svona framkvæmd. Það er til háborinnar skammar.“ Hann segist ætla að taka málið upp á fundi borgarstjórnar. „Það er mjög stór hópur sem vill að þetta verði fyllt.“ Úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála má finna hér að neðan. Tengd skjöl Úrskurður_ÚUA_í_máli_nrPDF656KBSækja skjal
Reykjavík Skipulag Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01