Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 27. október 2022 08:31 Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun