Kornbóndi ræktar hveiti á Suðurlandi með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. október 2022 20:04 Björgvin Þór er öflugur kornbóndi og svínaræktandi. Hér stendur hann í hveitiakri í Gunnarsholti. Kornbóndi á Suðurlandi er nú að rækta hveiti á 43 hekturum lands með góðum árangri. Hveitið notar hann í fóður fyrir svínin sín. Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Það er Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem leigir land af Landgræðslunni í Gunnarsholti til að stunda sína kornrækt. Nú er það hveitið. „Núna erum við á hveitiakri hérna á Gunnarsholti á Rangárvöllunum þar sem við erum að þreskja og ná ágætis uppskeru af góðu hveiti, sem verður notað við framleiðslu á svínakjöti,“ segir Björgvin Þór. Af hverju hveiti? „Þetta er mjög orkuríkt og hentar ágætlega á móti byggi, sérstaklega í minni grísi, þá melta þeir þetta betur. Það er ekki hægt að baka pönnukökur úr hveitinu en ég hef látið mæla það og þeir töldu að það væri kannski hægt að búa til kex í mesta lagi,“ bætir Björgvin Þór við. Björgvin Þór er með mjög góðar vélar í sinni vinnu, enda skiptir það öllu máli að hans sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin er svo með flotta aðstöðu í Gunnarsholti þar sem hann er með öflugar vélar í kornþurrkun. „Við erum sem sagt með vagn, sem er með blautu korni. Það er tekið af honum beint inn í þurrkarann og það fer í einn hring. Á meðan er blásið heitu lofti og svo er það kælt. Síðan fer þetta inn í geymslusíló hérna fyrir innan. Þar er það síðan sett í síló, sem við getum svo sekkjað í eða sett á bíla eftir því hvað hentar.“ Björgvin Þór er mjög stór í kornrækt og mikill áhugamaður og spekingur um allt, sem við kemur korni en hann ræktar korn á 280 hekturum. „Ég hef náttúrulega áhuga á þessu og gaman af þessu en fyrst og fremst er þetta bara nauðsynlegt hráefni til að framleiða gott íslenskt svínakjöt,“ segir Björgvin Þór. Um 280 hektarar af korni er það, sem Björgvin Þór er með. Hann sér fyrir sér mikla og aukna möguleika í kornrækt á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira