Ítrekaður utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2022 10:26 Myndir teknar í Reykjanesfólkvangi í september og október. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns. Meðal annars er um ræða ökutæki á borð við mótorkrosshjól, fjórhjól og buggy-bíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæðið sem um ræðir er friðlýst sem Reykjanesfólkvangur Flest atvikin snúa að akstri mótorkrosshjóla. Slíkur akstur hefur haft veruleg áhrif á ásýnd landsins og valdið umtalsverðum náttúruspjöllum. Með ítrekuðum akstri upp brattar brekkur og fjallshryggi hafa víða myndast breiðir og áberandi slóðar sem setja mikið mark á landslagið, segir í tilkynningunni. Spólað í hringiUmhverfisstofnun Dæmi séu um að skilti og merkingar um að akstur sé ekki heimilaður utan vega á svæðinu séu ítrekað virtar að vettugi. Þá séu skilti jafnvel felld niður. Þetta ólöglega athæfi veldur miklum skemmdum á gróðurfari og jarðminjum á svæðinu, ásamt því að hafa veruleg áhrif á upplifun annarra sem um svæðið fara til að njóta útivistar í annars óspilltri náttúrunni, segir í tilkynningunni. Umhverfisstofnun Þar kemur einnig fram að í gegnum umrætt svæði liggja tveir vegir; Krýsuvíkurleið og Vigdísarvallaleið. Frá þeim liggja nokkrir styttri, afmarkaðir og merktir afleggjarar. Akstur vélknúinna ökutækja utan þessara vega er ólöglegur samkvæmt 31. grein náttúruverndarlaga. Ekki er heimilt að aka á gönguleiðum svæðisins eða eftir þeim slóðum sem akstur torfærutækjanna hefur myndað. Umhverfisstofnun Þá bendir Umhverfisstofnun á að nokkur akstursíþróttasvæði séu skilgreind á suðvesturhorni landsins. Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um utanvegaakstur og kemur þeim til lögreglu ef tilefni er talið til. Umhverfismál Ferðaþjónusta Ferðalög Grindavík Utanvegaakstur Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Meðal annars er um ræða ökutæki á borð við mótorkrosshjól, fjórhjól og buggy-bíla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæðið sem um ræðir er friðlýst sem Reykjanesfólkvangur Flest atvikin snúa að akstri mótorkrosshjóla. Slíkur akstur hefur haft veruleg áhrif á ásýnd landsins og valdið umtalsverðum náttúruspjöllum. Með ítrekuðum akstri upp brattar brekkur og fjallshryggi hafa víða myndast breiðir og áberandi slóðar sem setja mikið mark á landslagið, segir í tilkynningunni. Spólað í hringiUmhverfisstofnun Dæmi séu um að skilti og merkingar um að akstur sé ekki heimilaður utan vega á svæðinu séu ítrekað virtar að vettugi. Þá séu skilti jafnvel felld niður. Þetta ólöglega athæfi veldur miklum skemmdum á gróðurfari og jarðminjum á svæðinu, ásamt því að hafa veruleg áhrif á upplifun annarra sem um svæðið fara til að njóta útivistar í annars óspilltri náttúrunni, segir í tilkynningunni. Umhverfisstofnun Þar kemur einnig fram að í gegnum umrætt svæði liggja tveir vegir; Krýsuvíkurleið og Vigdísarvallaleið. Frá þeim liggja nokkrir styttri, afmarkaðir og merktir afleggjarar. Akstur vélknúinna ökutækja utan þessara vega er ólöglegur samkvæmt 31. grein náttúruverndarlaga. Ekki er heimilt að aka á gönguleiðum svæðisins eða eftir þeim slóðum sem akstur torfærutækjanna hefur myndað. Umhverfisstofnun Þá bendir Umhverfisstofnun á að nokkur akstursíþróttasvæði séu skilgreind á suðvesturhorni landsins. Umhverfisstofnun tekur við ábendingum um utanvegaakstur og kemur þeim til lögreglu ef tilefni er talið til.
Umhverfismál Ferðaþjónusta Ferðalög Grindavík Utanvegaakstur Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?