Glíman við ríkið og reksturinn Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 20. október 2022 07:30 Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er hinni árlegu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nýlokið. Þar komu saman um fjögurhundruð fulltrúar sveitarfélagana. Mikill þungi var í umræðunni um vanfjármögnun verkefna og áskoranir í rekstri sveitarfélaga eins og oft áður. Við sem störfum á vettvangi sveitarsfelaga erum flest að glíma við samskonar áskoranir í rekstrinum. Við viljum öll skapa okkar starfsfólki, íbúum og börnum góða þjónustu, starfsumhverfi og aðbúnað. Sveitarfélagið þarf að vera samkeppnishæft við önnur sveitarfélög og því nauðsynlegt að skapa búseturskilyrði sem laða að bæði fyrirtæki og nýja íbúa. Einsleit umræða Þegar kemur að umræðunni um áskoranir í rekstri er orðræðan hjá okkur sveitarstjórnarfólki varðandi þessi mál oft nokkuð einsleit og einkennist af gremju yfir vanfjármögnun á þeim verkefnum sem hafa verið flutt yfir á sveitarfélög og skömmu síðar dunið yfir nýjar reglugerðir sem ekki eru fjármagnaðar. Málefni sem er uppspretta neikvæðrar umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga sem einkennist af ágreiningi um hvaðan fjármunirnir eigi að koma. Það sem okkur skortir í umræðunni um rekstur sveitarfélaga er að líta í eigin barm. Rekstur sveitarfélaga hefur þanist út og ekkert lát virðist vera á þeirra þróun. Sveitarstjórnarfulltrúar vilja eðli málsins samkvæmt láta gott af sér leiða til samfélagsins og margir gefa kost á sér í sveitarstjórnarmálin vegna ákveðinna málefna, hugmynda um ný verkefni og vilja til þess að gera úrbætur á þeirra þjónustu sem sveitarfélagið veitir. Að standa vörð um lögbundna þjónustu Það er áskorun hjá mörgum sveitarfélögum að ná að standa vörð um lögbundna þjónustu. Endurbætur og viðhaldi á skólahúsnæði, aukinn launakostnaður, viðhald gatna og gangstétta, búnaður og rekstur slökkviliðs og félagsþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er vissulega freistandi að ráðstafa fjármunum í fjölbreytt verkefni sem eru hvorki lögbundinn né tilheyra kjarnastarfseminni. Það er hreinlega skilda okkar að ráðstafa fjármunum vel, koma í veg fyrir sóun og forgangsraða fjármunum í þau verkefni sem eru lögbundin. Það eru fáir íbúar sveitarfélaga sem setja sig inn í rekstur síns sveitarfélags og enn færri sem vakna á morgnana með áhyggjur yfir fjarhagsstöðu síns sveitarfélags. Það blasir við að krafan um góða og faglega þjónustu mun aukast ár frá ári, það er náttúrulögmál. Það má því velta fyrir sér í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun á sveitarstjórnarlögum hvort ekki sé ástæða til að skýra þann ramma enn frekar er lítur bæði að lögbundnum verkefnum og jafnframt að þeim verkefnum sem sveitarfélög eiga hreinlega ekki að setja fjármuni í þegar fjárhagsstaðan er erfið og veltufé frá rekstri í lágmarki? Ég fullviss um að það megi koma í veg fyrir sóun fjármuna með slíkum ramma og styrkja reksturinn. Hundfúlt eða alveg frábært? Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun hjá sveitarfélögunum. Sú vinna miðar að stórum hluta af því að forgangsraða fjármunum, líta á reksturinn og sjá heildarmyndina. Sveitarstjórnarfulltrúar um allt land standa nú frammi fyrir því að horfast í augu við fjárhag sveitarfélagsins og sjá fram á takmarkað svigrúm til fjárfestinga og e.t.v gjaldskrárhækkanir til að mæta auknum kostnaði. Hundfúlt myndu flestir segja. Sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er mikilvægur. En það er nokkuð ljóst að skipulag og rekstur sveitarfélaga hefur ekki þróast í takt við verkefnin og áskoranirnar ásamt þeim samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á síðust áratugum með tilheyrandi kostnaði og þenslu í rekstrinum. Ég trúi því að kröfur um aukinn aga í fjármálastjórn sveitarfélaga myndu hafa jákvæð áhrif á kjarnastarfsemina og auðvelda kjörnum fulltrúum að byggja upp góða grunnþjónustu í sínu sveitarfélagi. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun