Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2022 12:29 Bæði Rússland og Úkraína vilja eigna sér losun frá dísilknúnum skriðdrekkum Rússa á Krímskaga. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn. Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og gerðu slíkt það sama við fjögur héruð Úkraínu í kjölfar málamyndaatkvæðagreiðslu í byrjun þessa mánaðar. Afgerandi meirihluti ríkja heims fordæmdi ólöglega innlimun héraðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Washington Post segir að í aðdraganda loftslagsráðstefnu SÞ í Egyptalandi í næsta mánuði geri bæði Úkraína og Rússland tilkall til losunar í innlimuðu héruðunum. Bæði ríki telji það nauðsynlegt til að styrkja mál sitt. Alex Riabtsjín, aðstoðarorkumálaráðherra Úkraínu, segir málið ekki snúast um loftslagið heldur um landsvæði. „Rússar reyna að nota allar leiðir til þess að veita ólöglegri innlimun sinni lögmæti,“ segir hann. Rússar létu losun frá Krímskaga fyrst fylgja með skýrslu sinni til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar árið 2016. Fulltrúar Úkraínu komu því til leiðar að neðanmálsgrein fylgir gögnum um losun Rússa þar sem vísað er til þriggja ályktana Sameinuðu þjóðanna sem styðja tilkall Úkraínu til Krímskaga. Þeim tókst þó ekki að fá stofnuna til að hafna losunarskýrslum Rússa sem tóku Krímskaga með í reikninginn. Úkraínumenn hafa allan tímann haldið áfram að að leggja mat á losun frá Krímskaga sem hefur leitt til tvítalningar losunar þaðan. Losunartölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir héruðum og því er sagt erfitt að bera saman bókhald ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að loftslagsráðstefnan fresti því að taka á ágreiningnum. Washington Post hefur eftir Marianne Karlsen, formanni innleiðingarnefndar loftslagssamningsins, vísar til þess að engin lausn á átökunum í Úkraínu sé í sjónmáli og bæði ríki hafi sætt sig við frestinn.
Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Bölsótaðist út í Vesturlönd Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þau héruð Úkraínu sem hann innlimaði einhliða og ólöglega í rússneska sambandsríkið í dag tilheyri Rússlandi. Þau hafi tilheyrt rússneska keisaraveldinu og Sovétríkin hafi rekið Þjóðverja þaðan í seinni heimsstyrjöldinni. 30. september 2022 14:22