Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 14:28 Alexandra Briem, varaformaður stjórnar Strætó, segir það vera öryggismál að tryggja rekstur næturstrætó og að leysa fráflæðisvanda í miðborginni um helgar. Vísir/Vilhelm Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það. Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það.
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33