Segir meiri pólitíska þungavigt á Hringborði norðurslóða en áður Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2022 14:28 Ólafur Ragnar Grímsson býður gesti velkomna á þing Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Vilhelm Gunnarsson „Þetta þing hefur meiri pólitíska þungavigt heldur en hin fyrri og er líka með öflugri þátttöku frá fjölmörgum ríkjum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, stofnandi og formaður Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í viðtali við Stöð 2. Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle: Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þriggja daga þing Hringborðsins hófst í Hörpu við Reykjavíkurhöfn í morgun en Ólafur Ragnar bauð þátttakendur velkomna á formlegri setningarathöfn klukkan 13. Auk hans flytja ávörp við setninguna meðal annarra þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Mary Simon, þjóðhöfðingi Kanada, Hákon, krónprins Noregs, Alar Karis, forsætisráðherra Eistlands, og Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. Ólafur Ragnar í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í Hörpu fyrir setningarathöfnina.Bjarni Einarsson Ólafur Ragnar nefnir að sendinefnd frá Bandaríkjunum komi með mjög öflugum hætti til Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að Bandaríkin hafi tilkynnt um nýja stefnu í norðurslóðum. Indland sendi öfluga sendinefnd, sömuleiðis séu Kína, Japan og Kórea mætt til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Þannig að þetta þing, umfram önnur, staðfestir með mjög augljósum hætti að norðurslóðir eru orðinn svona meginvettvangur á valdaskákborði heimsins, hvað snertir samskipti ríkja, loftlagsbreytingar, nýtingu auðlinda, vísindarannsóknir,“ segir Ólafur Ragnar. Hann segir öfluga þátttöku vísindasamfélagsins einnig einkenna þetta þing sem og þátttöku forystumanna frumbyggja. Þannig sé öll helsta forysta Grænlands mætt á þingið, þar á meðal forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og atvinnumálaráðherrann. Hér má sjá átta mínútna langt viðtal Stöðvar 2 við Ólaf Ragnar um þing Arctic Circle:
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira