Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 07:01 Guðmundur Magnús Kristjánsson kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur. Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segist Guðmundur vera ævinlega þakklátur fyrir það traust sem Ísafjarðarbær hefur sýnt honum alla hans tíð. Nú sé hann hins vegar kominn á eftirlaunaaldur og því kominn tími til að segja það gott sem hafnarstjóri. Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður í starfi öll árin tuttugu. „Það hafa verið mjög miklar breytingar. Höfnin var í viðvarandi taprekstri fyrir tuttugu árum síðan vegna minnkandi kvótastöðu og fækkun togara í plássinu. Við höfum náð að snúa þeirri þróun við með aukningu á komu skemmtiferðaskipa. Það hefur aukist mjög hratt,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður hvort starfið hafi breyst á árum hans sem hafnarstjóri. Tekjur hafnarinnar af komu skemmtiferðaskipa eru nú orðin meirihluti árstekna. Nú er höfnin hætt að vera í taprekstri og farin að græða. Ókeypis flugeldasýning og básúnunám Síðasti dagur Guðmundar í starfi verður gamlársdagur. Þá verður tappinn tekinn úr flöskunni, skálað við vini og vandamenn og fylgst með flugeldasýningum bæjarbúa. En hvað tekur við hjá Guðmundi eftir áramót? „Fyrsta sem ég ætla að gera er að skrá mig í tónlistarskólann og halda áfram að læra á básúnu þar sem ég hætti þrettán ára gamall. Ég er að spila hérna með lúðrasveitinni en ég finn það hjá sjálfum mér að ég þarf að ná betri tökum á hljóðfærinu. Þannig ég ætla að halda áfram þar sem ég hætti þrettán ára,“ segir Guðmundur. Verið mjög lánsamur Í gegnum ævina hefur Guðmundur fengið tækifæri til að starfa um víðan heim og þannig kynnst fólki í mörgum löndum. Hann vonast til þess að geta ferðast til þessara landa með konu sinni og rifjað upp gamla tíma. „Svo bara vonandi næ ég að halda heilsu til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég hef verið mjög lánsamur í lífinu. Það eru margir í kringum mig sem hafa ekki náð þessu markmiði. Sem er engin trygging að ég nái einhverju langlífi en ég stefni að því,“ segir Guðmundur.
Ísafjarðarbær Tímamót Hafnarmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira