Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Lilja Guðmundsdóttir skrifar 11. október 2022 08:31 Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? Sumar þessara kvenna, sem eiga það sameiginlegt að vera með endómetríósu, hafa notið stuðnings fjölskyldu sinnar við fjármögnun aðgerða. Einhverjar eiga vinahópa sem lagt hafa í púkk, íþróttafélög hafa safnað fé fyrir fáeinar og dæmi er um að efnt hafi verið til sölu listaverka til að standa straum af kostnaði við aðgerð vegna sjúkdómsins. Enn aðrar borga sínar aðgerðir með raðgreiðslum. Á sama tíma bíður fjöldinn allur af konum eftir því að reglunum verði breytt í þeirri von að þær geti sótt nauðsynlega læknisþjónustu. Margar hafa engin ráð til að greiða á bilinu 700 til 1.250 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir læknisþjónustu, þær konur bíða áfram. Sumar þessara kvenna búa raunar við takmarkaða starfsgetu og skert lífsgæði og það er nöturleg staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer eftir efnahag, í það minnsta ef þú ert með endómetríósu. Samtök um endómetríósu birta í dag lista með upplýsingum um fjörutíu konur sem skrifuðu undir yfirlýsingu um að leyfa birtingu á nafni, aldri og greiddri upphæð opinberlega. Þær stíga fram til að undirstrika að á bak við tölurnar eru manneskjur. Þetta eru konur sem hafa neitað að bíða lengur á biðlistum hins almenna heilbrigðiskerfis eða telja sig hafa fengið ófullnægjandi þjónustu innan þess. Þær hafa því nauðugar leitað annað. Er þetta ásættanlegt? Alexandra Einarsdóttir 33 ára 820.000 kr. Þórunn Birna Guðmundsdóttir 23 ára 700.000 kr. Særós Stefánsdóttir 28 ára 700.000 kr. Ásdís Elín Jónsdóttir 30 ára 700.000 kr. Agnes Þrastardóttir 40 ára 700.000 kr. Inga Jóna Óskarsdóttir 58 ára 700.000 kr. María Dís Ólafsdóttir 27 ára 852.367 kr. Helga Finnsdóttir 37 ára 700.000 kr. Sonja Noack 36 ára 1.200.000 kr. Sigurlaug Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Heiðrún Heiðarsdóttir 34 ára 700.000 kr. Steinunn Birta Ólafsdóttir 20 ára 700.000 kr. Tinna Helgadóttir 31 ára 700.000 kr. Sóley Eyþórsdóttir 30 ára 726.000 kr. Erna Rut Sigurðardóttir 26 ára 820.000 kr. Oddný Jónsdóttir 35 ára 1.200.000 kr. Eyrún Telma Jónsdóttir 29 ára 1.200.000 kr. Alexandra Ýrr Pálsdóttir 31 ára 723.000 kr. Rannveig Hlín Jóhannesdóttir 23 ára 700.000 kr. Sandra Ósk Hólm Sigurðardóttir 27 ára 795.480 kr. Kristrún Ósk Huldudóttir 31 ára 1.250.000 kr. Sara Katrín Ragnheiðardóttir 25 ára 700.000 kr. Agla Sól Pétursdóttir 26 ára 700.000 kr. Fríða Björk Birkisdóttir 37 ára 820.000 kr. Móna Lind Kristinsdóttir 31 ára 700.000 kr. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir 64 ára 800.000 kr. Hafdís Houmoller Einarsdóttir 25 ára 700.000 kr. Helena Rut Arnarsdóttir 24 ára 700.000 kr. Katrín Erla Erlingsdóttir 34 1.200.000 kr. Guðný Jónsdóttir 39 ára 1.200.000 kr. Telma Björk Helgadóttir 30 ára 1.230.000 kr. Ólína L. Sveinsdóttir 44 ára 1.200.000 kr. Sigríður Halla Magnúsdóttir 41 ára 1.200.000 kr. Linda Björk Ólafsdóttir 54 ára 700.000 kr. Lilja Kristjánsdóttir 32 ára 700.000 kr. Rebekka Maren Þórarinsdóttir 34 ára 1.200.000 kr. Heiða Sigurbergsdóttir 47 ára 700.000 kr. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir 32 ára 700.000 kr. Steinunn Vala Arnarsdóttir 23 ára 700.000 kr. Guðný Sigurðardóttir 22 ára 700.000 kr. Sigrún Amina Wone 25 ára 700.000 kr. Gabriela Krista Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Samtals: 34.486.847 kr. Að meðaltali: 862.171 kr. Áætlaður kostnaður fyrir 124 konur = 106.909.204 kr Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? Sumar þessara kvenna, sem eiga það sameiginlegt að vera með endómetríósu, hafa notið stuðnings fjölskyldu sinnar við fjármögnun aðgerða. Einhverjar eiga vinahópa sem lagt hafa í púkk, íþróttafélög hafa safnað fé fyrir fáeinar og dæmi er um að efnt hafi verið til sölu listaverka til að standa straum af kostnaði við aðgerð vegna sjúkdómsins. Enn aðrar borga sínar aðgerðir með raðgreiðslum. Á sama tíma bíður fjöldinn allur af konum eftir því að reglunum verði breytt í þeirri von að þær geti sótt nauðsynlega læknisþjónustu. Margar hafa engin ráð til að greiða á bilinu 700 til 1.250 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir læknisþjónustu, þær konur bíða áfram. Sumar þessara kvenna búa raunar við takmarkaða starfsgetu og skert lífsgæði og það er nöturleg staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer eftir efnahag, í það minnsta ef þú ert með endómetríósu. Samtök um endómetríósu birta í dag lista með upplýsingum um fjörutíu konur sem skrifuðu undir yfirlýsingu um að leyfa birtingu á nafni, aldri og greiddri upphæð opinberlega. Þær stíga fram til að undirstrika að á bak við tölurnar eru manneskjur. Þetta eru konur sem hafa neitað að bíða lengur á biðlistum hins almenna heilbrigðiskerfis eða telja sig hafa fengið ófullnægjandi þjónustu innan þess. Þær hafa því nauðugar leitað annað. Er þetta ásættanlegt? Alexandra Einarsdóttir 33 ára 820.000 kr. Þórunn Birna Guðmundsdóttir 23 ára 700.000 kr. Særós Stefánsdóttir 28 ára 700.000 kr. Ásdís Elín Jónsdóttir 30 ára 700.000 kr. Agnes Þrastardóttir 40 ára 700.000 kr. Inga Jóna Óskarsdóttir 58 ára 700.000 kr. María Dís Ólafsdóttir 27 ára 852.367 kr. Helga Finnsdóttir 37 ára 700.000 kr. Sonja Noack 36 ára 1.200.000 kr. Sigurlaug Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Heiðrún Heiðarsdóttir 34 ára 700.000 kr. Steinunn Birta Ólafsdóttir 20 ára 700.000 kr. Tinna Helgadóttir 31 ára 700.000 kr. Sóley Eyþórsdóttir 30 ára 726.000 kr. Erna Rut Sigurðardóttir 26 ára 820.000 kr. Oddný Jónsdóttir 35 ára 1.200.000 kr. Eyrún Telma Jónsdóttir 29 ára 1.200.000 kr. Alexandra Ýrr Pálsdóttir 31 ára 723.000 kr. Rannveig Hlín Jóhannesdóttir 23 ára 700.000 kr. Sandra Ósk Hólm Sigurðardóttir 27 ára 795.480 kr. Kristrún Ósk Huldudóttir 31 ára 1.250.000 kr. Sara Katrín Ragnheiðardóttir 25 ára 700.000 kr. Agla Sól Pétursdóttir 26 ára 700.000 kr. Fríða Björk Birkisdóttir 37 ára 820.000 kr. Móna Lind Kristinsdóttir 31 ára 700.000 kr. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir 64 ára 800.000 kr. Hafdís Houmoller Einarsdóttir 25 ára 700.000 kr. Helena Rut Arnarsdóttir 24 ára 700.000 kr. Katrín Erla Erlingsdóttir 34 1.200.000 kr. Guðný Jónsdóttir 39 ára 1.200.000 kr. Telma Björk Helgadóttir 30 ára 1.230.000 kr. Ólína L. Sveinsdóttir 44 ára 1.200.000 kr. Sigríður Halla Magnúsdóttir 41 ára 1.200.000 kr. Linda Björk Ólafsdóttir 54 ára 700.000 kr. Lilja Kristjánsdóttir 32 ára 700.000 kr. Rebekka Maren Þórarinsdóttir 34 ára 1.200.000 kr. Heiða Sigurbergsdóttir 47 ára 700.000 kr. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir 32 ára 700.000 kr. Steinunn Vala Arnarsdóttir 23 ára 700.000 kr. Guðný Sigurðardóttir 22 ára 700.000 kr. Sigrún Amina Wone 25 ára 700.000 kr. Gabriela Krista Þórðardóttir 27 ára 700.000 kr. Samtals: 34.486.847 kr. Að meðaltali: 862.171 kr. Áætlaður kostnaður fyrir 124 konur = 106.909.204 kr Höfundur er formaður Samtaka um endómetríósu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun