„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 18:15 Brynjar Hlöðversson í leik kvöldsins. Vísir/Diego Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að um sex stiga leik væri að ræða þar sem FH myndi með sigri fara upp úr fallsæti á kostnað Leiknis þegar aðeins þrjár umferðir væru eftir af Íslandsmótinu. „Mér fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik. Þar sem við vorum klaufar, vorum ekki að vinna seinni bolta. Þegar við vorum að því þá vorum við að missa þá. Þeir komu ákveðnir í þetta. Þetta var ekki að falla fyrir okkur.“ „Við vorum svolitlir klaufar. Svo tókum við alveg yfir, sterkur karakter að koma til baka 2-0 undir, minnkum muninn og erum með leikinn í höndunum okkar. Svo kemur hálfleikur og þeir spiluðu vel í seinni hálfleik og setja tvö góð mörk.“ FH-ingar byrjuðu leikinn betur og settu gestina undir pressu sem skilaði sér í tveimur mörkum. Eftir annað markið þá tóku Leiknismenn við sér og sýndu sitt rétta andlit. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Þrátt fyrir tap var Brynjar ánægður með sitt lið „Þetta var bara þannig leikur að bæði lið voru með hátt spennustig og lögðu mikið í þetta. Þetta bara svona féll meira fyrir þá fannst mér. Þannig hvort að við eigum skilið eitthvað meira úr þessu, alveg eins. FH-ingar voru flottir í dag. Ég er samt ánægður líka með liðið mitt.“ Leiknismenn voru sjálfum sér verstir í kvöld og misstu boltann oft á tíðum á slæmum stöðum á vellinum. Sérstaklega í byrjun. Fyrirliðin hefði viljað byrja leikinn betur. „Mæta til leiks, það var einhver skjálfti í mönnum. Mér finnst eiginlega bara öll mörkin vera þannig að við erum að missa hann klaufalega og þeir að refsa. Það er svona helsti munurinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Leik lokið: FH - Leiknir R. 4-2 | Hafnfirðingar höfðu sætaskipti við Breiðhyltinga sem eru komnir í fallsæti FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 17:10