Biðla til fólks að mæta í dag til að kaffæra ekki stöðvunum í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2022 11:57 Mæting í Höllina hefur verið þokkaleg síðustu daga. Vísir/Sigurjón Í dag er síðasti dagur tveggja vikna bólusetningarátaks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöllinni en um tvö þúsund manns hafa mætt á dag frá því að átakið hófst. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að hver sé að verða síðastur og vonast eftir góðum kippi í dag en opið verður til klukkan þrjú. Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Frá því að átakið hófst þann 26. september hafa um það bil 11.500 örvunarskammtar gegn Covid verið gefnir og 13.500 bóluefnaskammtar gegn inflúensu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa verið þokkalega. „Það komu þó nokkrir kippir í gær þegar það kom fram í fjölmiðlum að nú færi hver að verða síðustur, þannig það kom kippur í gær og við eigum von á því að það komi alveg svona dágóður kippur í dag því þetta er síðasti dagurinn,“ segir Ragnheiður. Boðið hefur verið upp á bæði örvunarskammta og inflúensubólusetningu á sama tíma en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margir hafa mætt í heildina, þar sem einhverjir fengu báða skammta en aðrir bara annan hvorn. Ragnheiður áætlar þó að um tvö þúsund manns hafi mætt að jafnaði á hverjum degi en hún hafði vonað að þeir yrðu um þrjú þúsund. „Við ætluðum að reyna að hafa þetta svona til að taka þetta út af stöðvuðum, þannig að heilsugæslustöðvarnar verði ekki undirlagðar af bólusetningum í allt haust,“ segir Ragnheiður en hún bindur vonir fyrir daginn í dag. „Við erum að vonast til að fólk grípi tækifærið og komi þarna í staðinn fyrir að vera að reyna að komast á heilsugæslustöðvarnar í bólusetningu.“ Eftir daginn í dag færast bólusetningar aftur á heilsugæslustöðvarnar en hún telur ekki marga sextíu ára og eldri eiga eftir að fara í örvun. „Við viljum síður vera að kaffæra heilsugæslustöðvunum í inflúensu og covid bólusetningum þannig þess vegna var þetta átak gert, að fá fólk í höllina. Það er hægt að komast í bólusetningu á heilsugæslustöðvum en það er erfiðara aðgengi, það þarf að panta tíma og það er alls ekki framboð alla daga,“ segir Ragnheiður. Þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru yngri en sextíu ára geta leitað á sína heilsugæslustöð óski þeir eftir örvunarbólusetningu en ekki er mælt með fjórða skammtinum fyrir alla. Hér fyrir neðan má finna nýjustu upplýsingar um bólusetningar gegn Covid hér á landi en upplýsingarnar voru síðast uppfærðar á þriðjudaginn.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18 Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40 Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu í bólusetningu Í fyrsta sinn í hálft ár var stólum raðað upp fyrir fjöldabólusetningu og hjúkrunarfræðingar gengu um með bakka fulla af sprautum. Hluti þeirra sem mættu fengu bæði inflúensubólusetningu og örvunarskammt af nýju bóluefni gegn ómíkrón afbrigðinu. 27. september 2022 18:18
Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur. 26. september 2022 07:40
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31