Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 18:50 Hvalveiðiþorpið Gambell á St. Lawrence-eyju í Alaska. Þar búa um sex hundruð manns af Yupik-ættbálki inúíta. Vísir/Getty Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30