Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:55 Alexander Dugin, ráðgjafi Pútíns forseta, sygir dóttur sína Dariu við minningarathöfn í ágúst. Hún var fórnarlamb bílsprengju nærri Moskvu. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna