Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 13:00 Brynhildur segist vona að hennar reynsla nýtist til að hjálpa fleirum. Vísir/Egill Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. Síðustu daga hefur verið greint frá byltingu innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð en nemendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð, steig fram í gær og sagði í aðsendri grein á Vísi að sagan væri að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemenda sínum og upplifað algjört aðgerðarleysi frá skólayfirvöldum. Matthías Tryggvi Haraldsson, unnusti Brynhildar, ritaði þá aðsenda grein á Vísi í morgun þar sem hann lýsti vonbrigðum með fyrstu viðbrögð skólastjórnenda og sagði að Steinn Jóhannsson, rektor skólans, og Pálmi Magnússon, sem gegnir starfi áfangastjóra, hafi „skitið upp á bak í þessum málum.“ „Mér fannst brýn þörf á að stjórnendur MH biðjist afsökunar á framkomu sinni í þessum málaflokki, það er að segja framkomu gagnvart Brynhildi minni, framkomu gagnvart Elísabetu vinkonu hennar sem ég fékk því miður aldrei að kynnast, og svo fyrstu viðbrögð gagnvart þessari nýjustu bylgju Metoo byltingarinnar,“ segir Matthías í samtali við fréttastofu. Fékk símtal og innilega afsökunarbeiðni frá rektor Í morgun hafi Brynhildur síðan fengið símtal frá Steini, sem var þó vissulega ekki stjórnandi skólans þegar mál Brynhildar kom upp. „Erindið var mjög einlægt og innileg afsökunarbeiðni fyrir hönd MH sem snart okkur sem fjölskyldu djúpt. Í þessu fólst líka vilji til samtals og vilji til að læra af fortíðinni sem mér fannst ótrúlega mikilvægt og sterkt,“ segir Matthías. „Stundum er það þannig að maður uppnefni fólk í morgunsárið og hrósi því með kaffinu, þetta var að minnsta kosti vel gert,“ segir hann enn fremur. Brynhildur tekur undir þetta. „Bara einhvern veginn það að hann segði nafnið mitt og einhver ábyrgðarmanneskja, einhver fullorðinn, biðji mig afsökunar er ótrúleg úrlausn. Ég veit ekki hvort ég nái alveg utan um hvaða þýðingu það hefur en það er eitthvað réttlæti að komast í gegn, að mér sé trúað, að það sé tekið mark á manni og viðurkennt að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma,“ segir Brynhildur. „Ég var ekki að búast við þessu, af því að einhvern veginn hefur mín reynsla af MH ekki verið sú að ég sé mikilvæg í þeirra augum og eiginlega ekki upplifað mig sem MH-ing, þannig að þetta skipti voða miklu máli,“ segir hún enn fremur. Vonar að hennar reynsla hjálpi fleirum Henni hefur nú verið boðið á fund með rektor og konrektor MH eftir helgi til að tala um hennar reynslu og ræða hvað sé hægt að gera betur í framtíðinni. „Þau segja að það sé margt búið að breytast og að það séu komnir einhverjir verkferlar og ég er bara mjög forvitin að vita hvað það er og hvernig þau eru að takast á við svona mál og vernda þolendur innan skólans,“ segir Brynhildur. Þó öll baráttan sé ekki unnin segir hún þetta mikilvægt skref. „Ég vona bara að þetta sé einhver skriðkraftur sem að haldi áfram til að ná fram einhverjum varanlegum breytingum en fyrir mig persónulega er þetta mjög stórt, þetta er eitthvað sem ég hef ekki tjáð mig opinberlega um í tíu ár og það að fá einhvers konar viðurkenningu og fyrirgefningu er ótrúlega dýrmætt. Svo vonar maður bara að þetta hjálpi fleirum í kjölfarið,“ segir Brynhildur. Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06 Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Skólastjórnendur MH segja fagaðila hafa verið kallaða til Skólastjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla um mótmæli nemenda vegna kynferðisofbeldis. Nemendurnir mótmæltu því í gær að þurfa að mæta gerendum á göngum skólans. 4. október 2022 14:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá byltingu innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð en nemendur hafa mótmælt því að þolendur kynferðisofbeldis hafi þurft að mæta gerendum sínum á göngum skólans og gagnrýnt skólastjórnendur harðlega fyrir viðbragðaleysi. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð, steig fram í gær og sagði í aðsendri grein á Vísi að sagan væri að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemenda sínum og upplifað algjört aðgerðarleysi frá skólayfirvöldum. Matthías Tryggvi Haraldsson, unnusti Brynhildar, ritaði þá aðsenda grein á Vísi í morgun þar sem hann lýsti vonbrigðum með fyrstu viðbrögð skólastjórnenda og sagði að Steinn Jóhannsson, rektor skólans, og Pálmi Magnússon, sem gegnir starfi áfangastjóra, hafi „skitið upp á bak í þessum málum.“ „Mér fannst brýn þörf á að stjórnendur MH biðjist afsökunar á framkomu sinni í þessum málaflokki, það er að segja framkomu gagnvart Brynhildi minni, framkomu gagnvart Elísabetu vinkonu hennar sem ég fékk því miður aldrei að kynnast, og svo fyrstu viðbrögð gagnvart þessari nýjustu bylgju Metoo byltingarinnar,“ segir Matthías í samtali við fréttastofu. Fékk símtal og innilega afsökunarbeiðni frá rektor Í morgun hafi Brynhildur síðan fengið símtal frá Steini, sem var þó vissulega ekki stjórnandi skólans þegar mál Brynhildar kom upp. „Erindið var mjög einlægt og innileg afsökunarbeiðni fyrir hönd MH sem snart okkur sem fjölskyldu djúpt. Í þessu fólst líka vilji til samtals og vilji til að læra af fortíðinni sem mér fannst ótrúlega mikilvægt og sterkt,“ segir Matthías. „Stundum er það þannig að maður uppnefni fólk í morgunsárið og hrósi því með kaffinu, þetta var að minnsta kosti vel gert,“ segir hann enn fremur. Brynhildur tekur undir þetta. „Bara einhvern veginn það að hann segði nafnið mitt og einhver ábyrgðarmanneskja, einhver fullorðinn, biðji mig afsökunar er ótrúleg úrlausn. Ég veit ekki hvort ég nái alveg utan um hvaða þýðingu það hefur en það er eitthvað réttlæti að komast í gegn, að mér sé trúað, að það sé tekið mark á manni og viðurkennt að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma,“ segir Brynhildur. „Ég var ekki að búast við þessu, af því að einhvern veginn hefur mín reynsla af MH ekki verið sú að ég sé mikilvæg í þeirra augum og eiginlega ekki upplifað mig sem MH-ing, þannig að þetta skipti voða miklu máli,“ segir hún enn fremur. Vonar að hennar reynsla hjálpi fleirum Henni hefur nú verið boðið á fund með rektor og konrektor MH eftir helgi til að tala um hennar reynslu og ræða hvað sé hægt að gera betur í framtíðinni. „Þau segja að það sé margt búið að breytast og að það séu komnir einhverjir verkferlar og ég er bara mjög forvitin að vita hvað það er og hvernig þau eru að takast á við svona mál og vernda þolendur innan skólans,“ segir Brynhildur. Þó öll baráttan sé ekki unnin segir hún þetta mikilvægt skref. „Ég vona bara að þetta sé einhver skriðkraftur sem að haldi áfram til að ná fram einhverjum varanlegum breytingum en fyrir mig persónulega er þetta mjög stórt, þetta er eitthvað sem ég hef ekki tjáð mig opinberlega um í tíu ár og það að fá einhvers konar viðurkenningu og fyrirgefningu er ótrúlega dýrmætt. Svo vonar maður bara að þetta hjálpi fleirum í kjölfarið,“ segir Brynhildur.
Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06 Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30 Skólastjórnendur MH segja fagaðila hafa verið kallaða til Skólastjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla um mótmæli nemenda vegna kynferðisofbeldis. Nemendurnir mótmæltu því í gær að þurfa að mæta gerendum á göngum skólans. 4. október 2022 14:00 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06
Óttast að enginn hlusti á menntaskólanema sem verði fyrir ofbeldi Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa mótmælt því í dag og í gær að nemendur við skólann, sem eru þolendur kynferðisofbeldis, þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Fyrrverandi nemandi segir lítið hafa breyst frá því að hann var í þessari sömu stöðu fyrir áratug. 4. október 2022 20:30
Skólastjórnendur MH segja fagaðila hafa verið kallaða til Skólastjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar fjölmiðla um mótmæli nemenda vegna kynferðisofbeldis. Nemendurnir mótmæltu því í gær að þurfa að mæta gerendum á göngum skólans. 4. október 2022 14:00