Hugleiðing um skóla á alþjóðadegi kennara Guðjón H. Hauksson skrifar 5. október 2022 10:31 Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Börnin verða fullorðin í framhaldsskóla. Nemendur í framhaldsskólum innritast sem börn en við útskrift eru þau orðin fullorðin, a.m.k. samkvæmt laganna bókstaf. Verkefni framhaldsskólastigsins er að bjóða hverjum nemanda nám við sitt hæfi á þroskaferðalagi sínu til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, til frekara náms og farsældar á atvinnumarkaði. Framhaldsskólinn á í senn að byggja upp breiða og djúpa þekkingu nemenda á fjölbreyttum námsbrautum, efla leikni, færni og hæfni hvers og eins á fjölmörgum sviðum en umfram allt á nemandinn að þroskast sem einstaklingur og samfélagsvera eins og kemur skýrt fram í framhaldsskólalögum, aðalnámskrá og námskrám skólanna sjálfra. Af þessu má vera ljóst að hlutverk skóla í íslensku samfélagi er verulega mikilvægt og eins gott að tryggt sé að það fólk sem sinnir „uppeldis-, kennslu- og stjórnunarstörfum“ í skólum landsins „hafi menntun og hæfni í samræmi við störf þeirra og ábyrgð“ svo vitnað sé í markmiðskafla laga um menntun og hæfni kennara og stjórnenda í skólum landsins. Einnig er eins gott að tryggt sé að þessi mannafli hafi tíma til þess að sinna öllum nemendum sínum, flóknu lærdómssamfélagi innan og utan skólanna og eigin starfsþróun. Hvað er skóli? Ég verð þó að orða þær áhyggjur mínar að við sem samfélag séum hugsanlega að missa tökin á hugtakinu „skóli“. Skóli, í mínum huga a.m.k., er staður þar sem fólk hittist og leitast við að mynda heilbrigt samfélag um þekkingu og þroska. Í framhaldsskólum t.a.m. starfa sérfræðingar í kennslu og á mismunandi fræðasviðum og nota ásamt nemendum sínum fjölbreyttar aðferðir til að ná þeim markmiðum sem lýst er hér ofar. Í skólum er tími til þess að prófa sig áfram sjálfstætt og með öðrum, gera mistök, viðra og móta skoðanir og viðhorf í öruggu umhverfi, ígrunda hvaðeina, reiðast og sættast, halda sínu fast fram en gera málamiðlanir; sem sagt: þroskast. En mér sýnist ég sjá mörg merki þess að samfélagið og jafnvel yfirvöld séu farin að líta á skóla sem allsherjar þjónustustofnanir þar sem viðskiptavinir, hagsmunaaðilar og þjónustuveitendur versla sín á milli um námseiningar; og það sem flestar einingar á sem stystum tíma. Krafan um að framhaldsskólinn veiti þjónustu og sýni sveigjanleika í öllum skilningi eykst stöðugt og ég verð að viðurkenna að ég óttast um menntunina og þroskann í slíku andrúmslofti. Hver vill vera kennari? Ég vil nota þennan vettvang hér á alþjóðlegum degi kennara til þess að vekja athygli á því að framhaldsskólinn, með sitt mikilvæga hlutverk, virðist í töluverðri hættu. Sérfræðistörf í framhaldsskólum eru því miður alls ekki samkeppnishæf við önnur störf sem sérfræðingar geta gengið í á atvinnumarkaði. Það sýnir sig í því að fagmenntað fólk sækist almennt ekki eftir því að komast í kennarastöður í framhaldsskólum og margt það fólk sem vogar sér að prófa hættir fljótlega og finnur sér annað betur launað starf eða einfaldlega kulnar í starfi á örfáum árum. Ein afleiðing er að meðalaldur framhaldsskólakennara hefur hækkað ískyggilega á síðasta áratug. Árið 2007 voru kennarar 55 ára og eldri alls 30% af öllum kennurum í framhaldsskólum og karlar voru um 45% af heildinni. Í dag er staðan sú að 55 ára og eldri kennarar eru 38% hópsins og karlar eru 37% stéttarinnar. Ef við skoðum svo karlana í stéttinni eingöngu sjáum við að 44% þeirra eru 55 ára eða eldri og flestir þeirra kenna iðn- og verkgreinar. Staðan er sem sagt sú að á næstu örfáu árum hverfur megnið af okkar reyndustu iðn- og verkgreinakennurum, sem flestir eru karlmenn, út úr skólunum. Staða karla í bóknámsskólum er lítið skárri en þeim hefur frá 2007 fækkað úr 43% í 30% nú. Hamsturinn í hjólinu Ég verð hér einnig að minnast á almennar starfsaðstæður kennara. Eftir 2015, þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú, má segja að skólastarfið allt – alls ekki bara í bóknámi – hafi heldur betur fjarlægst þau markmið sem lýst var hér í upphafi. Nú er meginhugsunin sú að keyra námsvélina áfram og passa að eyða ekki tímanum í vitleysu. Tími til þess að dvelja við hlutina í rólegheitum og gefa nemendum færi á að ígrunda, átta sig á hlutunum á eigin forsendum er varla til staðar. Meira að segja finna skólastjórnendur sig knúna til þess að finna leiðir til þess að „besta“ námsferlið og nú þykir fínt að hafa þrjár og jafnvel fjórar annir á hverju skólaári til þess að flæðilínan virki. Þetta gerir að verkum að eins gott er að halda einbeitingunni óskertri allan tímann því missi nemandi og hvað þá kennari eina viku í forföll getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi mikla keyrsla í framhaldsskólanum hefur nú þegar haft slæm áhrif á geðræna og líkamlega heilsu nemenda og kennara. Þessa verðum við hjá Félagi framhaldsskólakennara vör hjá félagsfólki okkar og þykir sárt að heyra fært fagfólk hrekjast í langtímaveikindi, íhuga uppsagnir og skima stöðugt eftir hentugra starfi og minna álagi. Það mikilvægasta í mínum huga nú er við stöndum vörð um skólana sem menntastofnanir og að samfélagið og stjórnvöld veiti skólum og starfsfólki þeirra fullt traust, tíma og fjármagn til þess að tryggja nemendum aðstæður til að taka út sinn þroska og afla sér menntunar. Hátíð í dag, þrátt fyrir allt – Til hamingju með daginn! Í dag, 5. október, er alþjóðlegur hátíðardagur kennara og því vil ég endilega ljúka þessari hugleiðingu á jákvæðum nótum. Það er enda full ástæða til að hampa kennurum reglulega og öllu því góða starfi sem unnið er í skólum þrátt fyrir allt. Í því sambandi vil ég minna á árlegt skólamálaþing Kennarasambands Íslands, sem haldið er í dag undir yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum og verða þar hinsegin málefni í brennidepli. Einnig má ég til með að minna á Menntakviku, ráðstefnu í menntavísindum, sem skipulögð er af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er haldin dagana 6. og 7. október nk. Þar verður sannkölluð hátíð menntamála enda fjallar þar fagfólk og hagsmunaaðilar um uppeldis- og menntavísindi í um 210 fyrirlestrum. Til hamingju með daginn, kennarar! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun