Hefur Bjarni Benediktsson ekkert viðskiptavit? Jón Páll Haraldsson skrifar 2. október 2022 13:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, stefnir á að hækka skatt á áfengi í fríhöfninni um rúm 180%. Sem sagt hann ætlar að færa stóra upphæð frá hægri vasa yfir í vinstri vasa. Hækka tekjur af skatti en minnka hagnað fríhafnarinnar (sem er í eigu ríkisins). Hann mun einnig auka tekjur ÍSAVÍA sem er líka í eigu ríkisins, því leiga fríhafnarinnar miðast við veltu, þannig eru vasar ríkisins orðnir þrír. Sem sagt, auknar tekjur ÍSAVÍA og auknar skatttekjur en minni hagnaður fríhafnarinnar. Til hvers? Er Bjarni kannski viljandi að draga úr afkomu fríhafnarinnar til þess að geta selt hana á lágu verði til einkaaðila? Kannski náðu ekki venslamenn hans að kaupa eins mikið í Íslandsbanka eins og þeir vildu. Hvað gætu afleiðingar af rúmlega 180% hækkun á gjöldum fríhafnarinnar haft í för með sér? Þann 30. september áttu 50 flugvélar að lenda á Keflavíkurflugvelli. Gefur okkur sem dæmi að 100 manns í hverri vél, hafi keypt tollfrjálsa skammtinn í brottfararlandi, því þau vita að sama vara í Keflavík er mun dýrari þar. Einfalt reikningsdæmi gæfi okkur þá að hver farþegi hafi ca. 5 kg í handfarangri, sinnum 100 sem eru 500 kg og það síðan sinnum 50 sem yrði 2.500 kg. þennan eina dag í handfarangri. Ef við síðan reiknum það yfir allt árið, þá yrðu þetta 912.500 kg af áfengi sem yrði flutt með flugi í handfarangri til landsins. Hvað ætli það komi til með að kosta flugfélögin í auka eldsneyti? Kostnaður sem þyrfti að færast í miðaverð, sem síðan hefur áhrif á vísitölu og skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Þetta er krónutöludæmið, síðan kemur útblástursdæmi, þar sem við erum nú þegar í mínus varðandi skuldbindingar okkar vegna loftslagsmála. Á sínum tíma óskuðu Loftleiðir eftir því að það yrði komu fríhöfn í Keflavík til að spara eldsneyti við flugtak. Þá var eldsneyti mun ódýrara og mengun var ekki í myndinni. Það má einnig nefna að upphæðin sem Bjarni þykist ætla að hafa í aukatekjur af þessari hækkun á skatti er svipuð og skattgreiðendum landsins er ætlað að styrkja stjórnmálaflokka landsins. Persónulega tel ég að stjórnmálaflokkar eigi að sjá um sig sjálfir en ekki vera á framfæri skattgreiðeinda. Höfundur er vínáhugamaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun