Ætlar að innlima héruðin á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2022 10:13 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52