Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 15:21 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex. Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex.
Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?