„Þetta var eins og það gerist verst“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 21:33 Bílarnir eru illa út leiknir eftir glímuna við náttúruöflin í dag. Vilhjálmur Vernharðsson Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“ Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“
Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05