Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2022 09:02 Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson sækjast eftir ritaraembætti Sjálfstæðisflokksins. Heimildir fréttastofu herma að Vilhjálmur Árnason hafi í hyggju að tilkynna um framboð til ritarans nú um helgina. samsett/vilhelm Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Frá framboðinu greinir Helgi í aðsendri grein á Vísi sem birtist í morgun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, tilkynnti um sitt framboð fyrir viku. Í samtali við fréttastofu segist Vilhjálmur Árnason, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, íhuga alvarlega að slást í hópinn og bjóða sig fram. Hann mun tilkynna um ákvörðun sína þessa helgi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldinn verður 4. nóvember næstkomandi, verður því hart barist um embættið. Í grein Helga Áss, sem ber heitið „Að taka í handbremsuna“, rekur hann hvernig fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hnignað síðustu ár. Hann ber stöðu flokksins saman við tapaða skák þar sem eingöngu andstæðingurinn getur þróað og bætt stöðuna. Helgi er einn helsti stórmeistari landsins í skák. „Sé ekkert gert til að hrista upp í hlutunum þá versnar staðan hægt og sígandi þar til að taflið tapast. Framsýnir skákmenn hins vegar bregðast við þessum aðstæðum og reyna að breyta gangi mála, til dæmis með óvæntum útspilum eins og að fórna liði í því skyni að gera taflið flóknara fyrir andstæðinginn,“ segir í grein Helga. Líkt og Helgi bendir á hefur fylgi flokksins dvínað jafnt og þétt síðustu ár og mælist flokkurinn nú með um 21 prósenta fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúp. Það er af sem áður var enda mældist flokkurinn jafnan með um 40 prósent á landsvísu. Helgi telur flokkinn hins vegar enn búa yfir þreki til að snúa taflinu við. „Klukkan tifar hins vegar og það kemur ekki að sjálfu sér að breyta hinni pólitísku vígstöðu. Það þarf að endurskipuleggja með hvaða hætti Sjálfstæðisflokkurinn nær til kjósenda, ekki síst til þeirra sem yngri eru. Grundvallaratriðið í þessum efnum er að flokkurinn ástundi fagleg vinnubrögð í sínum eigin málum og hafi líflegt félags- og flokksstarf,“ segir í greininni sem má lesa í heild sinni hér. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Bryndís býður sig fram á landsfundi Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. 17. september 2022 14:57