SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 12:36 Erik Mose, forsvarsmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Vísir/EPA Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33