Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2022 21:00 Urðarhvarf 8 er húsið sem um ræðir. Strætó stoppar hér rétt fyrir utan en það þarf að ganga hringinn í kring um húsið til að komast að inngangi þess. „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022 Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022
Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira