Meiri ævintýri Birkir Ingibjartsson skrifar 22. september 2022 07:01 Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Bílar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun