Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. september 2022 12:05 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira